Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Wednesday, May 31, 2006

Tónlist er í loftinu. Flúorljós upplýsa rekka ofan á rekka af tilfinningum tónlistarmanna sem ég get ekki einu sinni gert greinarskil á milli. Íslensku ósnertanlegu einstaklingarnir vefja sig eftir rekkunum í leit að dægrastyttingu, millibilsástands meðvitundar og svefns. Þeir klæðast ekki eftir veðri nema þá óbreytilegu veðurfari hagsmunanna. Þeir tala í stykkorðum, þreytulegum rámum rómi, Bogey-ar án glamúrs. Kannski er það viðeigandi að lágstemmdur djass leikur í bakgrunninum, raunamæddur og vonlaus.

Svarthvítar myndir birta upp stálgrindaskreyttan vegginn. Þetta látlausa einfalda litbrigði virðist fanga dýpri merkingu úr lífinu. Ég horfi á þær og dreymi svarthvít landslög, gamlar bíómyndir og brostnar vonir. Litleysið, þrátt fyrir dökka undirtóna, veitir mér styrk.

Þögn. Allt í kringum mig ríkir yfirgnæfandi þögn, rofin aðeins í hljóðlátu suði tölvunnar.

Monday, May 29, 2006

Ég geri mér ekki grein fyrir umhverfinu mínu lengur. Hver veit hvað gerist á meðal manna sem ég hef aldrei upplifað heiminn í gegnum? Þau leyfa minningum í fótsporum sínum sem bergmála brotakenndar tilfinningar á götum borgarinnar. Ég geng í fótspor og reyni að upplifa það sem það upplifaði, hugsa það sem það hugsaði og ég get með engu móti samsinnað mér þessari flóru mannsins. Það eru alltof margir sem hafa lagt götur borganna undir fætur sér.

Á milli þess sem ég lít á sjálfan mig lít ég í augu annarra sem undirstrika viss einkenni sjálfsins. Ímyndaðar tilfinningar og samsinnun virðast hrærast rétt á bakvið sjáöldur annarra, meðan augun tifa líkt og í draumi. Ég gæti ímyndað mér að þau sjái allt í litbrigðum síns eigin raunveruleika. Á meðan sé ég allt í svart-hvítu.

Sunday, May 28, 2006

Ég skil ekki lengur hugsanir mínar. Þær virðast hanga saman á tæknilegum atriðum sem að hluta til eiga ekkert skilt við hinn ímyndaða heim sem ég ákvað einhvern tímann í fyrndinni að væri sá rétti. Að hluta til held ég að ég sé geðveikur í öðrum víddum þar sem ég held því fram að ég sé í raun rúmlega tvítugur háskólanemi sem vinn reglulega með óreglulegu millibili.

Ég gefst því upp og hætti.

Wednesday, May 24, 2006

Þar sem ég lýt á fólkið líða úr minni mínu á meðan ég glugga á milli hugmynda fólks velti ég fyrir mér: Hvers vegna gleymdi ég draumnum mínum? Hann hafði mikla þýðingu fyrir mig rétt áður en ég vaknaði, rétt áður en ég áttaði mig á því að það skiptir ekki máli lengur hvort ég er vakandi eða sofandi. Mig dreymir stórkostlega framtíðarsýnir þar sem ég er ekki lengur einmanna.

Fyrst sól, vindur og snjókoma geta lifað í sátt á sama tíma, hvers vegna ekki við?

Orðin líða úr minni mínu og ég man ekki lengur hvers vegna það var mikilvægt að hafa samband. Ég horfi á mínúturnar tifa hjá... og bráðum mun ég hverfa á brott á vit nýrra ævintýra í óraunveruleikanum. Ég trúi vart á sjálfan mig, hvað þá á fyrirfram ákveðin áþreyfanleika.

Ég fer á vit ævintýranna.

Tuesday, May 16, 2006



og já, ég held að ég bæti bara þessum snilldarlega tengli inn og þið getið skemmt ykkur við að fræðast um áróðursspjöld Kína frá 1949-.

Ég veit ekki um ykkur en mér finnst einkennilegt þetta bros á fólkinu. Minnir mig á Soundgarden - Black Hole Sun myndbandið. E

En já, mæli með þessari síðu, hún er sniðug



Mér fannst þetta bara svo brilliant mynd að mér datt ekki annað í hug en að deila henni með ykkur. Er hún ekki falleg? Er ekki Mao góður gaur? Er ekki fólkið ánægt með að vera með svona frábæran leiðtoga?

Friday, May 12, 2006

Vinur minn var að útskrifast. Ég ætla ekki að skrifa meira.

Nema þá tékkið á über verkefninu hans! Linkurinn leiðir inn á alla þá sem útskrifuðust en til að sjá bestasta verkið (þ.e. vinar míns) þá heitir það galdrar.

Enjoy!

Monday, May 01, 2006

Á meðan hugur minn sveiflast á milli meðvitundar og svefns finn ég sjálfan mig hugsa um hluti sem ég bjóst ekki við að ætti nokkurn hlut að máli lengur. Það sem áður skipti máli gerir það enn, bara á annan máta, og meðan ég geri mér grein fyrir hvað þetta skiptir litlu máli gagnvart framtíðinni dreymir mig samt áfram í eyðurnar. Allt sem mér datt í hug einn daginn var að láta drauma mína fljúga á brott á milli skýjanna. Mér leiddist upphafning ástarinnar.

Fyrir þá sem ætluðu að halda áfram að útskýra ástæðu óákveðni sinnar gleymdu sér rétt á meðan ég eyddi tíma mínum í að tala þau til og fá þau til að samþykkja raunverulegan mátt þess. Við erum öll ofurmenni, fullt af ranghugmyndum. Ég gat fullvissað aðeins sjálfan mig rétt áður en ég féll niður á gangstéttina, magann fyrst.

Ég trúi því einhvern veginn að upphafið var ætlað þeim sem elskuðu nýja tíma, nýja daga endurtekningarinnar sem braut munstrið í hversdagsleikanum. Staðfastlega trúði ég að þessi heimur fyrirsjáanleikans væri ætlaður mér þar sem ég leit út um gluggann á síbreytilegan mannheiminn, á ysi og þysi í gegnum ótrúlegan ófrumleika heimsins, lífsins.
Óskir mínar um að geta upplifað annars konar fólk og fyrirbrigði staðfesti aðeins endurtekninguna í mannsálinni sem leit út um mislit augu framandi andlita. Ég stóðst áætlun en uppfyllti ekkert að lokum nema þorsta minn fyrir þekkingu. Og með hverju viskubroti vildi ég enn meir gleyma.

Ég vaknaði á ný gegnt rísandi sólu.

Gleymdu því
Sem þér langar í