Líf mitt skiptist í þrjá mismunandi kafla: fyrir kaffi, drekka kaffi og eftir kaffi. Hátindar lífs míns tróna á toppi koffínflippsins.
ég get ekki komið mér fyrir. Kannski af því það er einhver fyrir mér, eða ég fyrir sjálfum mér. Fyrirfram ákveðin óþægindi vegna framandleika staðarins. Sumir staðir eru framandi eingöngu eftir því hvað er gert þar. Eins og að ganga inná kaffihús og biðja um sleikjó eða vera heima hjá sér klæddur einhverju öðru en Stormtrooper búningi.
Það er ótrúlegt hvað maður getur verið meðvitaður um sjálfan sig. Einn annar yfir manni og allt sem var svo eðlilegt verður erfitt að framkvæma. Hugsunin breytist og hegðunin með. Skrif verða ritskoðuð. Voyeur-ismi er aðeins áhugaverður þegar þú þarft ekki að horfa augliti til auglitis á áhorfendur. Það er þessi erfiðleiki við að deila einhverju, deila hluta af sjálfum sér.
Damn, hvað ég vildi að ég ætti Stormtrooper búning, bara svo ég gæti einhvern tímann opnað útidyrnar, stóískur í fari og spyrja á mjög eðlilegan hátt í gegnum plasthjálminn: Góðan daginn/kvöldið (auðvitað bæði, alveg sama hvaða tíma dags þetta er). Hvað ætli hann kosti á e-bay?
ég get ekki komið mér fyrir. Kannski af því það er einhver fyrir mér, eða ég fyrir sjálfum mér. Fyrirfram ákveðin óþægindi vegna framandleika staðarins. Sumir staðir eru framandi eingöngu eftir því hvað er gert þar. Eins og að ganga inná kaffihús og biðja um sleikjó eða vera heima hjá sér klæddur einhverju öðru en Stormtrooper búningi.
Það er ótrúlegt hvað maður getur verið meðvitaður um sjálfan sig. Einn annar yfir manni og allt sem var svo eðlilegt verður erfitt að framkvæma. Hugsunin breytist og hegðunin með. Skrif verða ritskoðuð. Voyeur-ismi er aðeins áhugaverður þegar þú þarft ekki að horfa augliti til auglitis á áhorfendur. Það er þessi erfiðleiki við að deila einhverju, deila hluta af sjálfum sér.
Damn, hvað ég vildi að ég ætti Stormtrooper búning, bara svo ég gæti einhvern tímann opnað útidyrnar, stóískur í fari og spyrja á mjög eðlilegan hátt í gegnum plasthjálminn: Góðan daginn/kvöldið (auðvitað bæði, alveg sama hvaða tíma dags þetta er). Hvað ætli hann kosti á e-bay?
4 Comments:
Ég kem með, í górillubúningi.
Ég er að drekka kaffi núna. Kaffi er gott.
Já, ég er í eftir kaffi hamnum, samt líka fyrir kaffi fílíng því það er svo langt síðan ég fékk mér kaffi. Og ég er að læra. Sniff, lífið gæti ekki verið erfiðara.
King Kong gegn Stormtrooper... hljómar eins og Beastie Boys myndband.
Free [url=http://www.FUNINVOICE.COM]how to make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to create gifted invoices in before you can say 'jack robinson' while tracking your customers.
Post a Comment
<< Home