Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Monday, May 29, 2006

Ég geri mér ekki grein fyrir umhverfinu mínu lengur. Hver veit hvað gerist á meðal manna sem ég hef aldrei upplifað heiminn í gegnum? Þau leyfa minningum í fótsporum sínum sem bergmála brotakenndar tilfinningar á götum borgarinnar. Ég geng í fótspor og reyni að upplifa það sem það upplifaði, hugsa það sem það hugsaði og ég get með engu móti samsinnað mér þessari flóru mannsins. Það eru alltof margir sem hafa lagt götur borganna undir fætur sér.

Á milli þess sem ég lít á sjálfan mig lít ég í augu annarra sem undirstrika viss einkenni sjálfsins. Ímyndaðar tilfinningar og samsinnun virðast hrærast rétt á bakvið sjáöldur annarra, meðan augun tifa líkt og í draumi. Ég gæti ímyndað mér að þau sjái allt í litbrigðum síns eigin raunveruleika. Á meðan sé ég allt í svart-hvítu.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

sækó!

10:25 AM  

Post a Comment

<< Home