Frú Bovary, Babe, ég skil þig. Von um rómantík og dálítin blossa, blauta drauma og dramatísk ljóðskáld. Þessi fallvalta mynd af hinum eina rétta, draumaprinsinum, Prinsinn Sjarmerandi upp á enska vísu.
Frú Bovary, babe, ég skil þig. Endurtekningarnar geta verið leiðinlegar þegar lífið er of öruggt. Við þurfum á eldnum að halda, brenna brýr að baki okkar og kannski húsið í leiðinni.
Ég er upptekinn af spegilmyndinni minni þessa dagana. Rúður bíla veitir mér narkisíska fullnægingu þar sem fólkið á rauðu ljósi veltir fyrir sér hvort þau þekkja mig. Ég stend stundum fyrir framan bíla og horfi á sjálfan mig.
Það sem engin annar sér er ógreinilegi margbreytileiki andlitssvipbrigðanna sem geifla sig fyrir mig, jafnvel minnstu varahreyfingar, augngotur, augabrúnslyftingar, allt gerir andlit mitt að einstöku listaverki. Hvers vegna ekki vera upptekinn af sínu eigin ágæti? Leonardo hafði sjálfan sig sem fyrirmynd þegar hann gerði Davíð að sínum Golíat. Svipbrigði marmarans blikkaði hann í speglum.
Kyssið ykkur í speglinum. Hann er til fyrirmyndar, tvíburinn sem gerir aldrei neitt af sér annað en að vera of nákvæmur undir krítískum augum fyrirmyndarinnar. Fyrirgefið honum, verði það ykkar gustuk.
Mém, orð dagsins: Gustuk.
Frú Bovary, babe, ég skil þig. Endurtekningarnar geta verið leiðinlegar þegar lífið er of öruggt. Við þurfum á eldnum að halda, brenna brýr að baki okkar og kannski húsið í leiðinni.
Ég er upptekinn af spegilmyndinni minni þessa dagana. Rúður bíla veitir mér narkisíska fullnægingu þar sem fólkið á rauðu ljósi veltir fyrir sér hvort þau þekkja mig. Ég stend stundum fyrir framan bíla og horfi á sjálfan mig.
Það sem engin annar sér er ógreinilegi margbreytileiki andlitssvipbrigðanna sem geifla sig fyrir mig, jafnvel minnstu varahreyfingar, augngotur, augabrúnslyftingar, allt gerir andlit mitt að einstöku listaverki. Hvers vegna ekki vera upptekinn af sínu eigin ágæti? Leonardo hafði sjálfan sig sem fyrirmynd þegar hann gerði Davíð að sínum Golíat. Svipbrigði marmarans blikkaði hann í speglum.
Kyssið ykkur í speglinum. Hann er til fyrirmyndar, tvíburinn sem gerir aldrei neitt af sér annað en að vera of nákvæmur undir krítískum augum fyrirmyndarinnar. Fyrirgefið honum, verði það ykkar gustuk.
Mém, orð dagsins: Gustuk.
3 Comments:
Bíddu... hvað varð um "Í þágu íslenskrar tungu"? Þetta er eitthvað skrítið.
hvað, gustuk er íslenskt orð. Getur flett því upp.
Ég var reyndar að skjóta á bloggletið en jájá uhm... stafsetningarvillur....hafðu það
Post a Comment
<< Home