Hvenær ætli eitthvað, hvað sem það er, verði orðið of seint? Er eitthvað sem án vafa er orðið of seint að gera, og ef svo er, hvenær er það? Ætli það sé hægt að líta á það og vita þar með að tími þess sé útrunninn. Ætli hugtök, hugmyndir, tíska o.s.frv. sé með útrennsludag? Ef svo er, hvað ákvarðar þessa dagsetningu? Er það maðurinn, náttúran eða eitthvað yfirskilvitlegt? Ætli það sé hægt að komast að því áður en það gerist? Spáð fyrir útrennsludaginn á t.d. Choco fárinu (sem virðist, jafnvel þótt ég væri alveg viss um að það væri dautt, ennþá vera á lífi) eða pómó (stytting fyrir Póst-módernískt)? Sumir þykjast geta séð það, benda á vísbendingarnar og telja sig vita. En þá vil ég athuga annað skemmtilegt fyrirbæri: Költ. Það er eitthvað sem lifir, jafnvel þótt það virtist aldrei hafa lífsmark til að byrja með. Hver eru lögmál költsins? Hvað er költ? Við getum bent á það en líkt og áður, er hægt að spá fyrir um það? Man einhver eftir mynd sem átti að verða költ fyrirbæri? Er hún það í dag?
Þetta kalla ég að taka mér pásu frá lærdómnum og ritgerðunum.
Þetta kalla ég að taka mér pásu frá lærdómnum og ritgerðunum.
5 Comments:
Erum við aftur komnir í vikufrenzýið?
Ég á að vera að læra... svo já, líklegast
This comment has been removed by a blog administrator.
Þú hefur verið ritskoðaður! Efnið gæti haft töluverð pólitísk áhrif og gæti meitt persónu mína. Öllu óheimilt að minnast á þér-vitið-hvað.
Þú meinar "gæti haft fjárhagsleg áhrif".
Kapítalisti!
Post a Comment
<< Home