Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Monday, May 01, 2006

Á meðan hugur minn sveiflast á milli meðvitundar og svefns finn ég sjálfan mig hugsa um hluti sem ég bjóst ekki við að ætti nokkurn hlut að máli lengur. Það sem áður skipti máli gerir það enn, bara á annan máta, og meðan ég geri mér grein fyrir hvað þetta skiptir litlu máli gagnvart framtíðinni dreymir mig samt áfram í eyðurnar. Allt sem mér datt í hug einn daginn var að láta drauma mína fljúga á brott á milli skýjanna. Mér leiddist upphafning ástarinnar.

Fyrir þá sem ætluðu að halda áfram að útskýra ástæðu óákveðni sinnar gleymdu sér rétt á meðan ég eyddi tíma mínum í að tala þau til og fá þau til að samþykkja raunverulegan mátt þess. Við erum öll ofurmenni, fullt af ranghugmyndum. Ég gat fullvissað aðeins sjálfan mig rétt áður en ég féll niður á gangstéttina, magann fyrst.

Ég trúi því einhvern veginn að upphafið var ætlað þeim sem elskuðu nýja tíma, nýja daga endurtekningarinnar sem braut munstrið í hversdagsleikanum. Staðfastlega trúði ég að þessi heimur fyrirsjáanleikans væri ætlaður mér þar sem ég leit út um gluggann á síbreytilegan mannheiminn, á ysi og þysi í gegnum ótrúlegan ófrumleika heimsins, lífsins.
Óskir mínar um að geta upplifað annars konar fólk og fyrirbrigði staðfesti aðeins endurtekninguna í mannsálinni sem leit út um mislit augu framandi andlita. Ég stóðst áætlun en uppfyllti ekkert að lokum nema þorsta minn fyrir þekkingu. Og með hverju viskubroti vildi ég enn meir gleyma.

Ég vaknaði á ný gegnt rísandi sólu.

Gleymdu því
Sem þér langar í

9 Comments:

Blogger Eiður said...

Hvað er þatta, annað bloggfrenzy??

Já farðu að læra drengur! þú líka Stefán! vel á minnst...................................

11:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

ég er sammála því
it happened to mí
þ.e. að gleyma því
sem mig langar í

1:46 PM  
Blogger Kristinn said...

Eina sem ég virðist gera í lífi mínu er:

að gleyma því
sem mig langar í

ég get ekki gert það sem mig langar

3:23 PM  
Blogger Eiður said...

Svo virðist sem þú gleymir fleiru en því sem þig langar, EINS OG AÐ LÆRA! vel á minnst...................................

5:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

en langar þig í tónleikana á laugardaginn? Þá geturðu gleymt öllu sem þig langar og langar ekki í með tónlist....töfratónlist...have you fed the fish?

4:35 PM  
Blogger Heiðar Ingvi said...

Tilkynnist

Ég sá þig ráfandi við Kringlumýrarbraut um klukkan hálf ellefu laugardagskvöldið 6. maí.

6:22 PM  
Blogger Eiður said...

Hann var væntanlega að undirbúa næstu færslu.

2:54 PM  
Blogger Atli Sig said...

Hmm það getur ekki verið því þá var hann staddur á Manchester tónleikunum...

12:23 PM  
Blogger Kristinn said...

Or was I...?
Dah dah daaaaahhh!!!

12:26 PM  

Post a Comment

<< Home