Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Wednesday, May 24, 2006

Þar sem ég lýt á fólkið líða úr minni mínu á meðan ég glugga á milli hugmynda fólks velti ég fyrir mér: Hvers vegna gleymdi ég draumnum mínum? Hann hafði mikla þýðingu fyrir mig rétt áður en ég vaknaði, rétt áður en ég áttaði mig á því að það skiptir ekki máli lengur hvort ég er vakandi eða sofandi. Mig dreymir stórkostlega framtíðarsýnir þar sem ég er ekki lengur einmanna.

Fyrst sól, vindur og snjókoma geta lifað í sátt á sama tíma, hvers vegna ekki við?

Orðin líða úr minni mínu og ég man ekki lengur hvers vegna það var mikilvægt að hafa samband. Ég horfi á mínúturnar tifa hjá... og bráðum mun ég hverfa á brott á vit nýrra ævintýra í óraunveruleikanum. Ég trúi vart á sjálfan mig, hvað þá á fyrirfram ákveðin áþreyfanleika.

Ég fer á vit ævintýranna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home