Kannski þegar tveir menn eru á rabbi getur þetta samtal átt sér stað.
"himininn er blár."
"þó ekkert meira heldur en í gær."
"Ég held að hann rigni."
"Ég þekki hann ekki."
"Þú þekkir hann jafn mikið og ég, held ég nú."
"Hvernig þá, þegar ég þekki hann ekki."
"Ég hef aldrei þekkt nokkurn mann. En ég veit hver hann er."
"Þá þekkir þú einhvern."
"Hver þekkir hann svo sem. Hann gerir það sem hann vill."
"Eins og menn eiga að gera. En ég þekki hann ekki."
Vindurinn leikur aðeins við hárið, liggur síðan með gangstéttinni í snjónum, undir ljósastaurunum. Á milli ljósastaura er ekkert, aðeins skuggar. Þeir líta á hvorn annan. Annar þeirra er viss um að hinn ljúgi alltaf en hinn hefur ekki hugmynd, enda er rangt að dæma nokkurn mann fyrir nokkurn skapaðan hlut. En þeir voru samt sammála um að annar væri að ljúga.
"Ætli himinninn sé blár?"
"Bleikur."
"Stundum, já."
"Þegar við fylgjumst með og stundum ekki einu sinni þá."
"Þá hvað?"
"Hvað þá?"
"Ég átti við hvað hann er þegar við fylgjumst með eða ekki."
"Ég þekki hann ekki."
"En þú veist að hann er bleikur stundum og jafnvel stundum ekki?"
"Ég veit það ekki. Ég þekki hann ekki. Hann má vera með hvaða litarhaft sem til er, ég þekki hann samt sem áður ekki."
"Himininn."
"Hvað með himininn?"
"Hann himininn."
"En hann gæti alveg eins verið hún, eða það, eða annað sem ég hef aldrei upplifað."
"En gefum okkur að himininn sé hann."
"En ég veit ekki hvort það sé rétt."
"Ég neita að byrja á en einu sinni aftur."
"Hvernig ætlarðu þá að koma þínu máli fram?"
"Með því að sleppa en."
"Þess vegna gefum við okkur að það sé rétt."
"Hvernig get ég gefið mér það. Ég átti það ekki til að byrja með."
"Þarftu að taka öllu bókstaflega?"
"Hvernig á ég að taka því öðruvísi?"
Kannski hefði það verið bara hið besta mál ef þeir hefðu þagað. Skuggar gengu á milli ljósastauranna og snertu ekki einu sinni jörðina á milli, hurfu í skugga ljóssins. Í rauninni vissu þeir hvorugir núna hvort skuggarnir færu á milli ljósastauranna eða bara birtust þar. Það sást ekki mikið af fólki svo seint um kvöld.
Enda er möguleiki á því að ekkert samtal, engnir skuggar né himnar verið við sögu nema í sögu sagðri að kvöldi.
"himininn er blár."
"þó ekkert meira heldur en í gær."
"Ég held að hann rigni."
"Ég þekki hann ekki."
"Þú þekkir hann jafn mikið og ég, held ég nú."
"Hvernig þá, þegar ég þekki hann ekki."
"Ég hef aldrei þekkt nokkurn mann. En ég veit hver hann er."
"Þá þekkir þú einhvern."
"Hver þekkir hann svo sem. Hann gerir það sem hann vill."
"Eins og menn eiga að gera. En ég þekki hann ekki."
Vindurinn leikur aðeins við hárið, liggur síðan með gangstéttinni í snjónum, undir ljósastaurunum. Á milli ljósastaura er ekkert, aðeins skuggar. Þeir líta á hvorn annan. Annar þeirra er viss um að hinn ljúgi alltaf en hinn hefur ekki hugmynd, enda er rangt að dæma nokkurn mann fyrir nokkurn skapaðan hlut. En þeir voru samt sammála um að annar væri að ljúga.
"Ætli himinninn sé blár?"
"Bleikur."
"Stundum, já."
"Þegar við fylgjumst með og stundum ekki einu sinni þá."
"Þá hvað?"
"Hvað þá?"
"Ég átti við hvað hann er þegar við fylgjumst með eða ekki."
"Ég þekki hann ekki."
"En þú veist að hann er bleikur stundum og jafnvel stundum ekki?"
"Ég veit það ekki. Ég þekki hann ekki. Hann má vera með hvaða litarhaft sem til er, ég þekki hann samt sem áður ekki."
"Himininn."
"Hvað með himininn?"
"Hann himininn."
"En hann gæti alveg eins verið hún, eða það, eða annað sem ég hef aldrei upplifað."
"En gefum okkur að himininn sé hann."
"En ég veit ekki hvort það sé rétt."
"Ég neita að byrja á en einu sinni aftur."
"Hvernig ætlarðu þá að koma þínu máli fram?"
"Með því að sleppa en."
"Þess vegna gefum við okkur að það sé rétt."
"Hvernig get ég gefið mér það. Ég átti það ekki til að byrja með."
"Þarftu að taka öllu bókstaflega?"
"Hvernig á ég að taka því öðruvísi?"
Kannski hefði það verið bara hið besta mál ef þeir hefðu þagað. Skuggar gengu á milli ljósastauranna og snertu ekki einu sinni jörðina á milli, hurfu í skugga ljóssins. Í rauninni vissu þeir hvorugir núna hvort skuggarnir færu á milli ljósastauranna eða bara birtust þar. Það sást ekki mikið af fólki svo seint um kvöld.
Enda er möguleiki á því að ekkert samtal, engnir skuggar né himnar verið við sögu nema í sögu sagðri að kvöldi.
2 Comments:
Já ég sé á skrifum þínum að þú velur kópalmálningu
Nei þeir komust að kjarna málsins. Sem er sá að það er enginn kjarni málsins. Hann er alltaf á leiðinni en kemur aldrei. Hann er alltaf á skilafresti.
Post a Comment
<< Home