Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Sunday, October 16, 2005

Vinsældir þessarar síðu eru engar líkar! Hér hafa verið... engnir. Let's Celebrate!!!

Góð helgi var að líða. Gerði ekki neitt. Ekkert. Var í sumarbústað og gerði ekki neitt. Ekki neitt. Frábært, alveg hreint. Ekkert sjónvarp, engin tónlist nema glamur gítarsins. Las smá, skrifaði smá, talaði smá við frænda minn. Góð helgi með öðrum orðum. Eftir þessa helgi er ég líka mjög tómur. Hugsa ekki neitt. Þarf ekki að hugsa neitt. Allt horfið. Ég hef verið hreinsaður.

Það eru aðeins tvö orð sem henta í þessu tilfelli. Þar sem ég þekki hvorugt þá get ég ekki sagt það en ef þið hafið hugmyndir...

Smá tónlist fyrir þá sem ekkert þekkja...

Stairway to Heaven - IV
Loser - Mellow Gold
Creep - Pablo Honey

Ef þið þekkið þetta ekki þá býst ég við að þið hafið aldrei heyrt í tónlist eða hennar minnst í ykkar návist. OK, kannski ekki svo slæmt en einhvers staðar í námunda við það.

Nótt að skella á. Ég er orðinn dálítið þreyttur á henni, hún skellir bara á! Kann ekki að taka djóki manneskjan, segi að hún sé feit og hún tekur því alvarlega. Já, súrt...

Helgi fór hjá
ekkert honum að segja frá

(bráðum get ég samið ljóðabók)

Vinsældir þessarar síðu eru engar líkar! Hér hafa verið... engnir. Let's Celebrate!!!

Góð helgi var að líða. Gerði ekki neitt. Ekkert. Var í sumarbústað og gerði ekki neitt. Ekki neitt. Frábært, alveg hreint. Ekkert sjónvarp, engin tónlist nema glamur gítarsins. Las smá, skrifaði smá, talaði smá við frænda minn. Góð helgi með öðrum orðum. Eftir þessa helgi er ég líka mjög tómur. Hugsa ekki neitt. Þarf ekki að hugsa neitt. Allt horfið. Ég hef verið hreinsaður.

Það eru aðeins tvö orð sem henta í þessu tilfelli. Þar sem ég þekki hvorugt þá get ég ekki sagt það en ef þið hafið hugmyndir...

Smá tónlist fyrir þá sem ekkert þekkja...

Stairway to Heaven - IV
Loser - Mellow Gold
Creep - Pablo Honey

Ef þið þekkið þetta ekki þá býst ég við að þið hafið aldrei heyrt í tónlist eða hennar minnst í ykkar návist. OK, kannski ekki svo slæmt en einhvers staðar í námunda við það.

Nótt að skella á. Ég er orðinn dálítið þreyttur á henni, hún skellir bara á! Kann ekki að taka djóki manneskjan, segi að hún sé feit og hún tekur því alvarlega. Já, súrt...

Helgi fór hjá
ekkert honum að segja frá

(bráðum get ég samið ljóðabók)

Thursday, October 13, 2005

En sú snilld! Þetta er must see! http://aberratus.f2g.net/upcoming.htm . Ef einhver er að lesa þetta tékkið á þessu!

Þar sem fólki finnst sniðugt að skrifa niður hljómsveitir og diska sem það er að hlusta á hef ég ákveðið að taka þátt í því fári. Í stað þess að skrifa hljómsveitir og diska ætla ég hins vegar að skrifa lög og diskinn. Svo fær fólk að giska á hvaða hljómsveit það er. Ástæða þess að velja lög er af því ég fíla sjaldan disk í heild sinni og vel frekar þau lög sem mér finnst góð.

Pilots - Felt Mountain
Over the Hills and Far Away - Houses of the Holy
Gravity Rides Everything - The Moon and Antartica

Btw, þetta eru allt snilldarlög og mæli ég með að tékka á þeim ef þú ert eins og ég. Þar fór það...

Þar sem ég er búinn að koma með rímnaflæði dagsins þá læt ég það kjurt liggja

Mér datt í hug að blogga. Frumlegt, ég veit. Gott þegar maður nennir ekki að fara að sofa.
Hef ekki mætt í skólann í langan tíma. Velti fyrir mér hvers vegna þessi almenni leiði kemur yfir mann. Tónlist virðist alltaf koma mér aftur á réttan kjöl. Tom Waits, Goldfrapp, Elliott Smith og fleirri snillingar. Það er eins og tónlistin snerti einhverja strengi innra með mér, eitthvað meira heldur en bara yfirborðsleg harmónía, sem er þó nauðsynleg svo tónlistin virki. Eh...

Ég hef verið að leita á netinu að einhverju áhugaverðu. Alveg sama hvað það er. Eins og er, þar sem ég er að læra bókmenntafræði, hef ég verið að dútla við að skoða hinar og þessar stefnur í henni. Skrýtið hvað það er mikil hugmyndafræði á bakvið þetta allt. Póst-módernismi hafði ég alltaf talið verið eitthvað mesta hrafnaspark nútímans en eftir að hafa lesið um það og skoðað nokkur vel valin verk þá hefur mér snúist hugur. Það fer víst eftir því hvaða verk maður skoðar og eftir hvaða listamann. Sumir reyna að gera verk í vissum stílum t.d. póstmódernisma en það sem þeir ná er aðeins yfirborð listarinnar og ná ekki að kljúfa inn að kjarnanum. Verk þeirra verður því yfirborðslegt og án nokkurrar tilfinningar. Því skiptir máli að skoða GÓÐ verk í hverri stefnu fyrir sig... duh! Ja, stundum er það ekki svo augljóst.

Ég hef einnig verið að skoða á google í myndaleit þeirra ýmis hlutlæg og hugmyndafræðileg hugtök og sjá hvað fólk telur það vera. Meðal annars er mjög áhugavert að sjá hvað fólk telur vera frelsi eða fegurð. Ég leyfi ykkur að reyna þetta sjálf í ykkar frítíma í stað þess að lýsa því, þið hafið gott af því! Líklegast líka tíma til þess ef þið eruð að lesa þetta. Það er bara svo gaman að sjá hvað fólk hugsar þegar þessi orð koma fyrir. Sumir eru fastir í hugtökum og nota þau óspart án þess að gera sér grein fyrir hvað það er óviðeigandi.

Möguleikarnir á því að ég fari að skrifa reglulega hérna er mjög nálægt 0 en ég mun reyna. Kannski ef ég hef einhverjar hugmyndir. Kannski ef mér leiðist. Kannski ef ég vil reyna að vera fyndinn, myndi samt ekki búast við því. Það sem ég er að reyna að segja er að ekki bíða í ofvæni eftir næsta bloggi.

Fyrir þá sem hafa lesið Bert bækurnar þá finnst mér vanta þessi snappí rím sem voru í bókunum hjá fólki sem bloggar. Ég ætla að reyna að bæta úr því og búa til mín eigin.

Yfir og út
Verið ekki of niðurlút

(Hei, ekki sem verst!)