Tónlist er í loftinu. Flúorljós upplýsa rekka ofan á rekka af tilfinningum tónlistarmanna sem ég get ekki einu sinni gert greinarskil á milli. Íslensku ósnertanlegu einstaklingarnir vefja sig eftir rekkunum í leit að dægrastyttingu, millibilsástands meðvitundar og svefns. Þeir klæðast ekki eftir veðri nema þá óbreytilegu veðurfari hagsmunanna. Þeir tala í stykkorðum, þreytulegum rámum rómi, Bogey-ar án glamúrs. Kannski er það viðeigandi að lágstemmdur djass leikur í bakgrunninum, raunamæddur og vonlaus.
Svarthvítar myndir birta upp stálgrindaskreyttan vegginn. Þetta látlausa einfalda litbrigði virðist fanga dýpri merkingu úr lífinu. Ég horfi á þær og dreymi svarthvít landslög, gamlar bíómyndir og brostnar vonir. Litleysið, þrátt fyrir dökka undirtóna, veitir mér styrk.
Þögn. Allt í kringum mig ríkir yfirgnæfandi þögn, rofin aðeins í hljóðlátu suði tölvunnar.
Svarthvítar myndir birta upp stálgrindaskreyttan vegginn. Þetta látlausa einfalda litbrigði virðist fanga dýpri merkingu úr lífinu. Ég horfi á þær og dreymi svarthvít landslög, gamlar bíómyndir og brostnar vonir. Litleysið, þrátt fyrir dökka undirtóna, veitir mér styrk.
Þögn. Allt í kringum mig ríkir yfirgnæfandi þögn, rofin aðeins í hljóðlátu suði tölvunnar.
1 Comments:
Mer thykir thu nu skrifa heldur litid. Serstaklega thar sem thu hefur ekkert ad gera!
Post a Comment
<< Home