Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Tuesday, September 19, 2006

í þágu íslenskrar tungu þá ætla ég að taka það hlutverk að mér og þýða nokkur algeng heiti í tölvuheiminum. Ástæðan er sú að þessar styttingar eru nú notuð í hinum tölvuvædda heimi auk þess raunverulega og þarf því að aðlaga þau, ekki aðeins að íslenskri tungu heldur einnig að skemmtanalífi fólks. Ég hef fengið hjálp við þýðingu frá ýmsum aðilum og eiga þeir skilið jafn mikið hrós og fordæmingu og ég. Við skulum vinda okkur í þetta:

Uppsetningin er einföld. Fyrst kemur styttingin ásamt þýðingu. Þar á eftir kemur íslensk útgáfa ásamt þýðingu. Ef þið hafið eitthvað að setja út á þetta kerfi, gerið ykkar eigið. Ef rangt er farið með orð þá er það öllum öðrum að kenna, sögunni líklegast eins og Rousseau hélt ávallt fram. Þeir sem þekkja ekki til Rousseau fá klapp á bakið frá mér einhvers staðar í huga þeirra og mínum eigin.

LOL = Laughing out loud. ísl: ÉHU = Ég hlæ upphátt. Bein þýðing og virkar betur í íslenskum samtölum. Í stað þess að vera njörðsleg og segja LOL þá getið þið verið verndarar íslenskrar tungu og sagt ÉHU. Það er svalt.

BTW = By the way. ísl: MÉM = Meðan ég man. Ég veit ekki um neinn mann sem getur borið BTW fram án þess að frussa ómenningslega yfir viðmælanda, spúa matarleyfum og vera subbulegur. Mém er fallegra, yfirvegaðra, svo ekki sé talað um þjálla þegar notað er við nýjustu hanastélsboðin, þar sem ein höndin umvefur kærileysislega utan um hanastélsglasið, munnurinn hálf glottandi meðan í hálfskeytingi er þessi fleyga stytting yrt. Ef í næsta boði notar orðið, muntu sjá styttu þér sjálfum af, reista á sama stað og orð þín féllu fyrst af munninum.

ROFL = Rolling on the floor, laughing. ísl: VUAH = Veltist um af hlátri. Hver vill hafa röflara í kringum sig, eða ætti ég að segja ROFL-ara? VUAH, til þess að byrja með, er stytting á þekktu íslensku máltæki sem oft hefur runnið af vörum íslenskra gagnrýnenda þegar þeir fara lofsorðum um Tvíhöfða, Radíus-bræður, Limbó, Fóstbræður og annarra sígildra þátta úr íslensku sjónvarpi. Þar að auki hljómar VUAH líkt og einstaklingurinn sé í raun að skemmta sér, þar sem sérhljóðarnir U og A mynda skemmtilegan hljómgrunn sem þeytir hverju teiti upp í nýjar hæðir.

WTF = What the fuck?!? ísl: HA = Hvaða andskoti...? Líkt og margar þessar subbulegu ensku styttingar (sjá BTW að ofan) þá er engin leið að brúka þau nema við lyklaborð eða með hjálp blaðs og blýants. Hér er hins vegar komin íslensk þýðing sem er bæði auðveld í notkun, hvort sem setist er við lyklaborð eða matarborð, vitnar í gamalt og gott orðtæki auk þess að skilningurinn kemst til skila, hver sem aldur og vitneskja einstaklingsins er. Fyrir þá sem hafa svo víðtækari þekkingu og þekkja til styttingarinnar geta skemmt sér yfir vanþekkingu annarra og hláið dátt meðan blótað er í opið geðið á þeim.

BRB = Be right back. Ísl: KAB = Kem aftur bráðlega. Enn og aftur hefur forsjálni upphafsmanna enskrar styttingar gleymt því að gera þær þjálar, auðveldar í notkun og kynferðislega örvandi. íslenska þýðingin er allt það í senn, samblanda auðveldrar málnotkunar og orðs sem rennur af tungunni með seyðmögnuðum krafti. Á skemmtanalífinu er varla hægt að yrða ensku styttinguna (því varla er hægt að "segja" orðið) án þess að hugsað sé til Bandalag Ríkis og Bæjar. KAB hljómar alþjóðlega og laðar alla uppúr skónum, hvort sem þeir séu háhælaðir eða reimaðir, eigendur af karlkyni eða kvenkyni. KAB er eina sem þarf, tálsetningin sem fær alla til að kikna í hnjánum.

Í lokinn vil ég biðja ykkur sem geymið gullmola að gefa mér þá, ég er fátækur. Einnig þeir sem hafa sínar eigin uppástungur, helst fyrir einhverju sem ég hef ekki gert nú þegar (því ekki verða styttingarnar betri heldur en mínar, ég er bestur) þá tek ég við þeim og eigna mér höfundarréttinn með ánægju... nei nei, auðvitað ekki... já ég mun gera það... nei nei. Jú.

Ég vona að þetta hafi verið fræðandi og auk þess gert ykkur grein fyrir því hvað íslensk tunga getur verið örvandi fyrirbæri og því nauðsynlegt að bera vörð um hana á öllum víglínum. Verið aðlaðandi, verið flottir njörðar, verið íslensk.

10 Comments:

Blogger Stefán said...

éhu, gó'ur. Um að gera að venja sig að nota þetta.

8:07 AM  
Anonymous Ásta said...

Nokkuð gott. En til að bæta um betur vitna ég í færslu bloggandi móður minnar (http://betabaun.blogspot.com frá 22. apríl):

ML=mér leiðist
MLSB=mér leiðist, segðu brandara
RÚH=rifna úr hlátri
ÚG=(er að) útsetja gimbilinn
DB=(er að) dansa ballet (smá hlé)
KAVS=kem að vörmu spori (brb)
VV=við veginn (btw)
ÞEK=þú ert kjáni
MÞEK=mamma þín er kjáni
VAP=varstu að prumpa?

Allt styttingar sem geta komið sér vel í spjalli um daginn og veginn. Er einkar hlynt því að snara skammstöfunum yfir á íslenska tungu. ;)

allur réttur áskilinn © baun

12:43 PM  
Blogger Krizziuz said...

Livi íslensga túnkan! VUAH!

5:12 PM  
Blogger Þórður said...

Mjög þraft framtak - til hamó!

6:56 AM  
Blogger Heiðar Ingvi said...

Ekki sem verst, jafnvel nokkuð gott. Húrra!

8:21 AM  
Blogger gunnar said...

Hér eru tvö í viðbót:
lol=ligg og leiðist
rofl=rita og finnst leiðinlegt

7:24 PM  
Blogger Atli Sig said...

En hvað með: ty=Thank You TF= Takk fyrir. TF hljómar ekkert betra, þvert á móti! Svo er gn (good night) eins á íslensku, gn=góða nótt. GN maður! Hmm jú það sleppur reyndar. Ekkert svo erfitt að segja gn.

Annars lýst mér vel á þetta hjá þér og mun ég í framtíðinni reyna að nota eitthvað af þessum styttingum við góð tækifæri.

8:03 PM  
Anonymous Jackie-แจ็คกี้ said...

เขียนภาษาไทยใน blogger.com ได้ไหม?

9:19 PM  
Blogger Eiður said...

Over my dead body = yfir mína grænu torfu

1:45 PM  
Blogger Stefán said...

Já hvað segiru, ætlar þú bara að láta þetta blessaða blogg þitt bara deyja?

10:56 AM  

Post a Comment

<< Home