Við erum öll floginn út á nýjar slóðir og vitið þið, ég veit að ég mun vita það seinna. Hægt og bítandi breytist ég í einhvern annan heldur en sjálfan mig, Kafka-esque draumráðning á framtíð minni meðal manna.
Ég vil að þú hlaupir á eftir mér og kallir nafnið mitt á meðan ég geng hægt framhjá uppáhaldsstaðnum þínum í bænum, kannski jafnvel eina athvarfinu sem þú finnur í lífinu, bara svo ég viti að ég er hluti af lífi þínu. Ég mun reyna að gera það sama og um leið og þú áttir þig á að bara með þögn minni þá vef ég köngulóarvef í kringum bygginguna muntu koma. Ég dreg þig inn.
Mánudagar eru alltaf bláir og þessi er engin undantekning heldur er lögð ofuráhersla á þeim einkennislit þessa dags. Ég held að ég ætti að fara heim, láta Chet Baker í melonkolískri sveiflu sinni hræra í mér, draga úr mér einhverja týnda fegurð mannsins.
Ég stend á brún tómleikans en vitiði, tómleikinn er fullur af einhverju. Ég veit bara ekki hverju, langar að vita hvað það er sem veitir öðrum slíka ánægju að þau taka ekki eftir að leiksvæðið er tómt, ískyggilega undirlagt skuggum allt í kring á meðan bros læðast um andlit þeirra sem dansa í rigningunni. Ég held að fólk líti aldrei út fyrir brún tómleikans heldur leita sér huggunar og skemmtunar í fjölbreytileika andlita allra í kring þar sem hin fjölmörgu andlitsbrigði bregða fyrir ásjónir þeirra.
Ég get sagt að við verðum vinir á þeirri einföldu niðurstöðu að þú hefur lesið þetta, jafnvel meira. Ég óska þér til hamingju.
Ég vil að þú hlaupir á eftir mér og kallir nafnið mitt á meðan ég geng hægt framhjá uppáhaldsstaðnum þínum í bænum, kannski jafnvel eina athvarfinu sem þú finnur í lífinu, bara svo ég viti að ég er hluti af lífi þínu. Ég mun reyna að gera það sama og um leið og þú áttir þig á að bara með þögn minni þá vef ég köngulóarvef í kringum bygginguna muntu koma. Ég dreg þig inn.
Mánudagar eru alltaf bláir og þessi er engin undantekning heldur er lögð ofuráhersla á þeim einkennislit þessa dags. Ég held að ég ætti að fara heim, láta Chet Baker í melonkolískri sveiflu sinni hræra í mér, draga úr mér einhverja týnda fegurð mannsins.
Ég stend á brún tómleikans en vitiði, tómleikinn er fullur af einhverju. Ég veit bara ekki hverju, langar að vita hvað það er sem veitir öðrum slíka ánægju að þau taka ekki eftir að leiksvæðið er tómt, ískyggilega undirlagt skuggum allt í kring á meðan bros læðast um andlit þeirra sem dansa í rigningunni. Ég held að fólk líti aldrei út fyrir brún tómleikans heldur leita sér huggunar og skemmtunar í fjölbreytileika andlita allra í kring þar sem hin fjölmörgu andlitsbrigði bregða fyrir ásjónir þeirra.
Ég get sagt að við verðum vinir á þeirri einföldu niðurstöðu að þú hefur lesið þetta, jafnvel meira. Ég óska þér til hamingju.