Hvar byrjar maður þegar botninn er það eina sem maður sér? Hvernig er hægt að gera nokkrum skiljanlegt hvernig manni líður þegar allt fyrir ofan er jörðin sem þú sökkst niður fyrir svo löngu að þú mannst ekki einu sinni hvernig það gerðist. Allt byrjar einhvers staðar en það er vandamálið: Byrjunin á sér upphaf og upphafið sína byrjun. Einhvern veginn verður allt að einni stórri heild sem kallast framvinda tímans sem líður framhjá, einhvers staðar á milli A og B framhjá þér í flestum tilfellum, framhjá mér, að það virðist, alltaf. Ég get ekki byrjað. Kannski ég byrji bara þá á því...
Ég trúi ekki að ég muni finna mig í framtíðinni nema þá einn og yfirgefinn líklegast í skurði, hálf dauður en alveg sama. Ég bið ekki um vorkunn. Ég bið ekki um tár. Helst væri mig vænst um að enginn geri nokkurn skapaðan hlut svo ég viti ekki að ég er staddur í skurðinum, liggjandi í drullubaði og stari út í himininn, leitandi að stjörnum í sólskininu. Ef ég er heppinn dey ég þar, óafvitandi, ótruflaður og algjörlega ómeðvitaður um eyðslu mína á þeim dýrmæta tíma sem mér var gefinn eða fékk að láni.
Ef þú ert að lesa þetta og ekki kominn með kíminn svip hefur áætlunarverk mitt mistekist.
Ég geng í myrkrinu. Það er betra heldur en birtan. Ég veit ekki enn af hverju hálf-flöktandi ljós ljósastauranna vekja meiri hlýju hjá mér heldur en sólin en um leið og ég veit munu þið vita það eins fljótt og mögulegt er.
Ég velti oft fyrir mér hvort að það sé allt í lagi með mig. Er ég sá eini sem getur stundum ekki risið frammúr rúminu? Þar sem loftið fyrir ofan rúmið sé alveg nógu stórt og ógnvekjandi að aðeins tilhugsunin um að standa andspænis nýjum degi dregur mann niður. Þar sem sekúndurnar virðast líða áfram aðeins af vana, ekki vegna þess að hið ótrúlega meistaraverk sem kallast heimurinn er síbreytilegt í sínum eilífu enduruppgötvunum.
Ég sé mig stundum standa fyrir framan glugga, lítandi í spegilmyndina af sjálfum mér þar sem ég er spyrjandi sömu spurninga aftur og aftur. Hvað kemur í veg fyrir að ég grípi gæsina, njóti þess litla sem mitt líf hefur upp á að bjóða og geri það sem ég vil nauðsynlega gera? Í hverjum glugga sé ég árstíðirnar líða framhjá, stundum snjókorn sem flögra í norðangolunni, stundum laufin í vesturvindinum, dropar úr austrinu og suðrið með sína sælu vinda þýða og alltaf sé ég mig þarna, standandi, starandi tilbaka, geyflandi framaní ókunnuga sem líta út um gluggann í leit að hamingju.
Tónlist. Það vekur upp minningar, tilfinningar og löngu horfnar langanir sem virtust svo nálægar en jafnframt hugarburður þeirra ástfangnu. Þegar orðin þýddu eitthvað. Kannski var það ekki einu sinni nauðsynlegt heldur gæsahúðin og göngulagið sem aðlagaðist taktinum, brosið sem breiddist hægt og þétt yfir sorgmædd munnvik. Undir áhrifum tónlistarinnar fann ég mig oftast velta fyrir mér heiminum og leysa hvert vandamál á fætur öðru, oftast minniháttar margslunginn persónuleg vandamál sem virtust fyrst og fremst snúast um hvernig það væri hægt að koma því kring að koss yrði smelltur á réttum tíma. Seinna varð það hvers vegna kossinn var aldrei smelltur. Núna er það fyrirfram ákveðinn trú um óbreytileika þeirra aðstæðna sem ég hef leitt sjálfan mig í: Einsemd, og sú tilraun mannsandans til að gera hana að hluta af sjálfum sér.
Ég vil sökkva mér, eða eins og ljóðskáldið orðaði það, ölva mig en einhvern veginn eru þær fáu nautnir sem ég vil njóta alltaf vera lokaðar mér, utan seilingar. Þar sem verkinn tala lítið lætur ímyndunaraflið til sín taka í tónlist, skrifum og líðandi stundum stundaðar í einangrun á köldu parketgólfi, hugsandi. Ég vil allt þetta og meira sem óþarfi er að nefna þar sem fátt annað liggur á mannshuganum. Stundum vil ég kenna þessum mannlega þætti mínum um hvernig ég er. Stundum vil ég halda því fram að ég geti ekki gert það sem ég vil fyrr en mannsandum hefur verið hlítt.
Sælir eru saklausir en hvað um þá sem eru það ekki lengur og geta ekki snúið tilbaka?
Hugur minn er uppfullur af skoðunum og pælingum. Ég hef ekki viðrað nema brot af þeim og mig langar meir og meir til að birta aðrar. En á meðan hugur minn fyllist af hugsunum brýst ein óviljandi fram, líkt og fiðrildi nýskriðið út í vorblómann: Hvað er svona merkilegt við mínar skoðanir og pælingar? Hver hefur ekki hugsað svipað, jafnvel gáfulegri hluti en þessa? Þannig ég sný baki gagnvart mínum eigin hugsunum á þeim forsendum að einhver annar þarna hlýtur að koma þeim á blað, einhver sem hefur meir um málin að segja heldur en ég, einhver sem hefur kynnt sér aðstæður. Ég er minn eigin versti gagnrýnandi og þar er ég ekki heldur einstakur.
Ég hef ekki hugmynd um hvert ég stefni með þessu. Eitthvað sem ég viðurkenni fúslega enda er óvissan það eina sem ég er fullviss um. Ég tel mig stundum sjá framtíðina ljóslifandi fyrir framan mig, brosandi sínu blíða brosi, andlitslaus og án ákveðinna útlína. Þegar hún hverfur, líkt og hún hefur gert í hvert skipti hingað til, vona ég aðeins að hún komi aftur. En það var áður. Síðan vonaði ég að ég í rauninni vonaði að hún kæmi aftur. Núna vona ég að framtíðin snúi við baki án þess að líta á mitt aumkunnarverða andlit og ákveði áður en lengra er haldið að framtíðin hafi of oft gert mér lífið leitt.
Ég veit hvert tilfellið er með þennan texta líkt og alla aðra: Hann verður lesinn, fólk veltur vöngum yfir skilaboðunum, gleymir honum og heldur áfram. Skortur mannsins á samkennd verður mér til bjargar. Skortur á því mannlega í manninum verður mér til bjargar. Að minnsta kosti get ég vonað.
Ég trúi ekki að ég muni finna mig í framtíðinni nema þá einn og yfirgefinn líklegast í skurði, hálf dauður en alveg sama. Ég bið ekki um vorkunn. Ég bið ekki um tár. Helst væri mig vænst um að enginn geri nokkurn skapaðan hlut svo ég viti ekki að ég er staddur í skurðinum, liggjandi í drullubaði og stari út í himininn, leitandi að stjörnum í sólskininu. Ef ég er heppinn dey ég þar, óafvitandi, ótruflaður og algjörlega ómeðvitaður um eyðslu mína á þeim dýrmæta tíma sem mér var gefinn eða fékk að láni.
Ef þú ert að lesa þetta og ekki kominn með kíminn svip hefur áætlunarverk mitt mistekist.
Ég geng í myrkrinu. Það er betra heldur en birtan. Ég veit ekki enn af hverju hálf-flöktandi ljós ljósastauranna vekja meiri hlýju hjá mér heldur en sólin en um leið og ég veit munu þið vita það eins fljótt og mögulegt er.
Ég velti oft fyrir mér hvort að það sé allt í lagi með mig. Er ég sá eini sem getur stundum ekki risið frammúr rúminu? Þar sem loftið fyrir ofan rúmið sé alveg nógu stórt og ógnvekjandi að aðeins tilhugsunin um að standa andspænis nýjum degi dregur mann niður. Þar sem sekúndurnar virðast líða áfram aðeins af vana, ekki vegna þess að hið ótrúlega meistaraverk sem kallast heimurinn er síbreytilegt í sínum eilífu enduruppgötvunum.
Ég sé mig stundum standa fyrir framan glugga, lítandi í spegilmyndina af sjálfum mér þar sem ég er spyrjandi sömu spurninga aftur og aftur. Hvað kemur í veg fyrir að ég grípi gæsina, njóti þess litla sem mitt líf hefur upp á að bjóða og geri það sem ég vil nauðsynlega gera? Í hverjum glugga sé ég árstíðirnar líða framhjá, stundum snjókorn sem flögra í norðangolunni, stundum laufin í vesturvindinum, dropar úr austrinu og suðrið með sína sælu vinda þýða og alltaf sé ég mig þarna, standandi, starandi tilbaka, geyflandi framaní ókunnuga sem líta út um gluggann í leit að hamingju.
Tónlist. Það vekur upp minningar, tilfinningar og löngu horfnar langanir sem virtust svo nálægar en jafnframt hugarburður þeirra ástfangnu. Þegar orðin þýddu eitthvað. Kannski var það ekki einu sinni nauðsynlegt heldur gæsahúðin og göngulagið sem aðlagaðist taktinum, brosið sem breiddist hægt og þétt yfir sorgmædd munnvik. Undir áhrifum tónlistarinnar fann ég mig oftast velta fyrir mér heiminum og leysa hvert vandamál á fætur öðru, oftast minniháttar margslunginn persónuleg vandamál sem virtust fyrst og fremst snúast um hvernig það væri hægt að koma því kring að koss yrði smelltur á réttum tíma. Seinna varð það hvers vegna kossinn var aldrei smelltur. Núna er það fyrirfram ákveðinn trú um óbreytileika þeirra aðstæðna sem ég hef leitt sjálfan mig í: Einsemd, og sú tilraun mannsandans til að gera hana að hluta af sjálfum sér.
Ég vil sökkva mér, eða eins og ljóðskáldið orðaði það, ölva mig en einhvern veginn eru þær fáu nautnir sem ég vil njóta alltaf vera lokaðar mér, utan seilingar. Þar sem verkinn tala lítið lætur ímyndunaraflið til sín taka í tónlist, skrifum og líðandi stundum stundaðar í einangrun á köldu parketgólfi, hugsandi. Ég vil allt þetta og meira sem óþarfi er að nefna þar sem fátt annað liggur á mannshuganum. Stundum vil ég kenna þessum mannlega þætti mínum um hvernig ég er. Stundum vil ég halda því fram að ég geti ekki gert það sem ég vil fyrr en mannsandum hefur verið hlítt.
Sælir eru saklausir en hvað um þá sem eru það ekki lengur og geta ekki snúið tilbaka?
Hugur minn er uppfullur af skoðunum og pælingum. Ég hef ekki viðrað nema brot af þeim og mig langar meir og meir til að birta aðrar. En á meðan hugur minn fyllist af hugsunum brýst ein óviljandi fram, líkt og fiðrildi nýskriðið út í vorblómann: Hvað er svona merkilegt við mínar skoðanir og pælingar? Hver hefur ekki hugsað svipað, jafnvel gáfulegri hluti en þessa? Þannig ég sný baki gagnvart mínum eigin hugsunum á þeim forsendum að einhver annar þarna hlýtur að koma þeim á blað, einhver sem hefur meir um málin að segja heldur en ég, einhver sem hefur kynnt sér aðstæður. Ég er minn eigin versti gagnrýnandi og þar er ég ekki heldur einstakur.
Ég hef ekki hugmynd um hvert ég stefni með þessu. Eitthvað sem ég viðurkenni fúslega enda er óvissan það eina sem ég er fullviss um. Ég tel mig stundum sjá framtíðina ljóslifandi fyrir framan mig, brosandi sínu blíða brosi, andlitslaus og án ákveðinna útlína. Þegar hún hverfur, líkt og hún hefur gert í hvert skipti hingað til, vona ég aðeins að hún komi aftur. En það var áður. Síðan vonaði ég að ég í rauninni vonaði að hún kæmi aftur. Núna vona ég að framtíðin snúi við baki án þess að líta á mitt aumkunnarverða andlit og ákveði áður en lengra er haldið að framtíðin hafi of oft gert mér lífið leitt.
Ég veit hvert tilfellið er með þennan texta líkt og alla aðra: Hann verður lesinn, fólk veltur vöngum yfir skilaboðunum, gleymir honum og heldur áfram. Skortur mannsins á samkennd verður mér til bjargar. Skortur á því mannlega í manninum verður mér til bjargar. Að minnsta kosti get ég vonað.
4 Comments:
1717 maður, 1717
Lífið er angist. Að standa frammi fyrir öllu þessu vali, aðhyllist þú kannski tilvistarheimspeki Sarte?
Ok þú vilt fá að reykja þitt tóbak í friði, we got it.
svipurinn sem þú lést upp þegar þú last textann.
Post a Comment
<< Home