Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Sunday, July 16, 2006

Heppni námsmanna.

Núna upp á síðkastið hef ég verið að velta fyrir mér þeirri staðreynd að allir þeir sem vinna telja það ótrúlegustu heppni að fá að vera aðnjótandi þeirrar yndislegu félagslegrar aðhlynningar sem kallast skóli, þá sérstaklega Háskólinn.

Ég veit ekki um þá sem taka frá tíma til að lesa þennan texta en ég, persónulega, veit ekki alveg hver þessi heppni er. Ég hef heyrt um dýrðir og dásemdir þess að fá að skulda ríkinu fyrir að auðga land og þjóð með gáfum mínum með því að fara á námslán en þar sem ég vil ekki verða hluti af þeim stórvaxandi hóp ungra manna sem skulda frá 20 aldri og uppúr þá ákvað ég að sleppa því. Ég sem betur fer hef þá rænu til að halda mér í foreldrarhúsum (eins sjarmerandi og það hljómar) þar til ég hef klárað nám mitt. Það dregur verulega úr kostnaðinum mínum en samt finn ég mig knúinn til að vinna með skóla og svo í gegnum allt sumarfríið mitt. Þar sem það er búið að hamra því inn í mitt litla höfuð frá 13 ára aldri að vinnandi maður er eini maðurinn þess virði að vera þá læt ég til leiðast og stunda það með gríðarlegri ástundun.

Núna á þessu ári frá áramótum hef ég fengið, allt í allt, 5 vikur í frí. Þá tel ég með helgar. Ég hef unnið alla aðra daga, hvort sem það er skólinn eða vinnan. Ég býst við því að vinna að minnsta kosti aðra hvora helgi, allt sumarið og svo beint í skólann (helgarvinnan náttúrulega með). Ég nánast græt af "þakklæti" yfir heppni minni sem námsmanni.

Annað sem kemur oft fyrir að þeir sem stunda ekki nám telja nám vera hálfgert frí þar sem ekki er nein hætta á að fólk verði rekið og þar að auki er maður í námi af fúsum og frjálsum vilja. Þar sem þeir taka ekki inní myndina að það er ætlast til að fólk stundi námið líkt og vinnu, skili verkefnum, vinni sjálfstætt (sem ekki margir geta gert) og það er ekki aðeins einn yfirmaður sem maður hefur, heldur einn fyrir hverja námsgrein sem heimtar nákvæmlega jafn mikils metnaðs í öll verkefnin og allar námsgreinar. Helmingur eða meira er einnig skylda í námi, þar sem fólk ræðst af duttlungum kennara og yfirvalda. Sá helmingur námsefnis sem "þarf" að gangast undir, þó það tilheyri á yfirborðinu sama áhugasviði, þá tilheyrir það alls ekki í öllum tilfellum sama áhugasviði námsmannsins. Ofan á allt þetta fer það mikið eftir hver kennarinn er hversu skemmtilegt námsefnið er.

Þið sem hafið tekið að ykkur að vinna í samfélaginu hlæið jafnvel af þeirri staðhæfingu sem þessari, að námsefnið þurfi jafnvel vera skemmtilegt þegar maður er nú þegar í hálfgerðu fríi. Hugsið ykkur nú þær vinnur þar sem yfirmaðurinn ykkar ákvað að eina leiðin til að fá fólk til að vinna var með því að hugsa um fólkið undir honum sem: "Orma, hugsunarlaus kvikindi, fólk sem gerir mistök" og segið mér svo hversu lengi þið tolluðuð í slíku starfi. Jæja, núna fáið þið valmöguleikann að mæta til slíks yfirmanns og vera í návist hans nokkra tíma í viku, auk þess að skila verkefnum og fá tilbaka yfirfullt af gagnrýni á galla þína. Hugsið ykkur nú að þið verðið að standast þennan kúrs, sérstaklega fyrir þá sem eru á námslánum (annars fá þeir ekkert) og bara yfir höfuð til að geta haldið áfram í námi. Hljómar eins og frí, er það ekki?

Ef þetta er ekki nóg þá er kennsla eitt minnst virta staða í þjóðfélaginu í dag miðað við mikilvægi. Ég veit ekki alveg hverjir eru í stjórnarstöðum flestra fyrirtækja eða þeir sem eru á fremstu víglínum menningar, iðnaðar, framkvæmda o.s.frv. en ég held að þeir hafi ekki hætt í skóla eftir 10. bekk. Í raun held ég að þeir hafi haldið áfram námi alveg í gegnum fyrstu gráðuna í Háskóla og oftast lengur. Ef við tökum nú að þeir sem kenna þessu fólki séu í raun að reyna að fræða það á launum sem eru í raun ómannsæmandi þá velti ég fyrir mér hversu ánægðir þeir eru að taka að sér hlutverkið að uppfræða landsmenn þegar ríkisstjórninn virðist ekki einu sinni sýna því áhuga. En þar sem þær sýna engan áhuga þá vil ég benda á nokkra hluti:

1. Ég tek enga ábyrgð á neinum stafsetningarvillum þar sem ríkisstjórn hefur engan áhuga að borga fyrir aðhlynningu og varðveislu tungumálsins. Enskuslettur eiga þar heima einnig.

2. Ekki búast við að íslenskir menntamenn sem séu á heimsmælikvarða hvað varðar hvers kyns fræðistörf og menningarlega tengda viðburði. Ef svo er, ekki láta það koma þér á óvart að þeir kunni engin íslensk fræðiheiti því þeir hafa þá allir að öllum líkindum lært úti.

3. Kennarar eiga eftir að finna sér önnur störf sem býður þeim hærri laun.

4. Munið eftir fólkinu sem einbeitti sér lítið að námi, féll nánast í öllum kúrsum og gat ekki haldið fyrirlestra? Þeir munu kenna börnum ykkar í skólum því það er staðan sem þeir geta fengið, auðveldlega.


Sem dæmi að þessu þá er viðurkenni ég fúslega að viss vinahópur sem ég umgengst talar 50/50 ensku/íslensku, jafnvel frekar ensku. Þeir hugsa, tala og skrifa jafnvel nú orðið á ensku. Mörg fög eru ekki kennd til masters-náms því það eru fáir sem geta kennt það og oft líka lítið fjármagn. Ég persónulega veit um kennara sem hafa horfið frá kennslu til að keyra strætó (betur launað) og vinna á bókasafni (einnig betur launað). Annar aðillinn kenndi við Háskólann. Einn af þeim sem ég þekki sem vinnur hálaunað starf innan borgarinnar minntist á að sá sem kenndi mér í skóla var einu sinni mesti tossinn og virtist ekki eiga auðvelt með lestur, nám eða tjáningu. Ég veit ekki hvað þetta segir um íslenskt skólakerfi en ég get fullvissað um það, Háskóli Íslands á ekki eftir að komast á kortið sem einn af betri skólum Evrópu með þessu móti.

Viðhorf gagnvart skólafólki hefur aldrei verið gott. Viðhorf gagnvart kennslu hefur fallið og launin þar á meðal. Markmið ríkisins er víst að skapa meira vinnuafl í frystihúsum, skipum og álverum frekar en hátækni-iðnaði. Ég þakka því mínum lukkustjörnum að ég sé námsmaður. Takk.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

tell´em Steve Dave!

6:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk kærlega..það var nú kominn tími á þetta..(ef þú veist hvað ég meina)

12:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fasti vinnutíminn í frystihúsunum og álverunum ætti að vera góður fyrir fjölskyldulífið, og þar sem sannað hefur verið að illa menntað fólk eiga að meðaltali fleiri börn en velmenntaðir einstaklingar, þá er þetta greynilega sú leið sem ríkisstjórnini þótti vænlegust til að fjölga landanum upp í 400.000 án þess að vera sökuð um áróður, í heimi þar sem offjölgun er vandamál. O.K. ég viðurkenni að þetta er svolítið langt úti, en hver veit, sannleikurinn er oft langsóttur.

5:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

íslendingar skulu vera orðnir 400 000 fyrir árið 2020! Og til að ná því markmiði (samkvæmt ónefndum) þá þarf að vísa 90% nemenda frá HÍ og auka starfsemi kexverksmiðjunar Frón sem nemur 8500 stöðugildum á ári. Þetta er hægt! Nú þurfum við bara að leggja lendar saman og juða!!

9:45 AM  
Anonymous Anonymous said...

hey ekki gleyma mér ,, ,er ég gleimdur og grafinn , noooooooooooooooooo!

8:39 AM  

Post a Comment

<< Home