Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Sunday, April 30, 2006

Minn æðsti draumur í lífinu er að vera ófrumlegur. Hingað til hefur það gengið of vel. En ég hef alltaf gengið of langt í öllum mínum fyriráætlunum og tekið þær út í öfgar. Ég er öfgamaður. Þið þurfið samt ekki að búast við því að ég sprengi Hallgrímskirkju í bráð með rellu enda er ekkert vit í því. Ég nota Head&Shoulders.

Þetta er eitt besta quote allra tíma:
Twinkle the Marvel Horse: I had that dream again. You know. The one where I do obscene things to penguins with a croquet mallet.
Candy: We definitely need to get you out of the stable more.

Og þetta er líka gott quote:
Chuckles the Silly Piggy: Get away! I'm too pink to die!

Þetta flýtur líka inn:
Twinkle the Marvel Horse: I made you a song... of joy. [puts record on]
Twinkle the Marvel Horse: [singing] I had a dream about... some shrieking rats / With red hot pokers, and big pointy hats / They didn't listen to my cries... or screams / But took their nastiness to *wild* extremes!

Ég elska þessa þætti. Ég meina, það er hestur sem minnir mikið á My Little Pony, talar eins og Christopher Walken og segir hluti líkt og (sjá efsta quote) og (sjá neðsta quote). Getur þetta verið meiri snilld? Ég held nefnilega ekki! Yndislega steikt og fyndið (ekki of steikt, alltof fyndið). OG ÞETTA ER BARNAÞÁTTUR!!!

Hann heitir Dave the Barbarian, imdb segir þetta og svo er Disney (sem mém framleiðir þættina! Ég veit!!!) með leiðinlega barnasíðu fyrir þá sem hafa áhuga.





Uh... hóst... aðeins of mikið brjálæði þarna, ég þarf að hætta að borða ólífur meðan ég stend á höfði. Það er ráð dagsins, "So remember Kids, no olives when you are standing upside-down."

Ég vildi að ég væri jafn cool og Special Agent of the Federal Bureau of Investigation Dale Cooper. Ég verð að hætta að hafa endalausa linka, það er ekki heilsusamlegt. En já, ég er hættur.

Friday, April 28, 2006

...og af því ég er ekki ennþá farinn að sofa þá bæti ég þessu góðgæti við. Aðrir tónleikar sem ég mun fara á og spyr enn og aftur, hver fer með?

Ég hef ákveðið að hata einhvern. Ekki neinn ákveðinn, ekki neinn sem ég þarf endilega að þekkja, heldur bara einhvern sem ég hef aldrei séð, mun aldrei sjá né tjá mig við. Hann er hér með orðin erkióvinur minn (furðulegur orðaforði, hvítur persneskur köttur, líklegast sköllóttur, stofnandi leynilegs félags brjálæðinga sem eru með svipuð markmið og hann, allt þetta venjulega). Þar með er mér ekki illa við neinn sem ég kynnist því það er alltaf til þessi erkióvinur sem er holdgervingur alls hins illa.

En að einhverju sem skiptir máli... uh.... já... fyrir þá sem vilja taka þátt í mjög málefnalegri og frumlegri umræðu þá bendi ég ykkur á alla aðra sem blogga, þar sem Björk skemmtir sér í hugleiðingum um feminisma, Atli fjallar um ofmetna hluti, Stebbi lýsir hugmyndum sínum um framtíðar bloggheim sinn, Eiður hallmælir krónunni, Heiðar veltir vöngum yfir sveitastjórn, Þórður bró kynnir okkur fyrir nostalgíu vikunnar, Ásta leiðir okkur um ljóða-undirheimana, Silla fjallar hreinskilningslega um ævintýri sín í Noregi og barnauppeldi, Krizzi montar sig og síðan langar mig að benda á þetta og spyrja í leiðinni, hver kemur með mér? Hann er að koma til landsins í maí. Reyndar aukanúmer með Joanna Newsom... en það skiptir engu, Smog babí!

Ég ætti að vera að gera seinustu ritgerðina mína en ég ákvað að vera skemmtilegur við ykkur í staðinn og skilja eftir nokkrar skemmtilegar myndir.

  1. Leiðindi
  2. Kommúnismi nútímans
  3. Námsmenn
  4. "I've been having those dreams again, where I hit penguins with a croquet mallet"
  5. Ég held það
  6. ...and the penguin hit back!!!
  7. gítar
  8. Talandi um gítar...
  9. What the...?
  10. Það sem skiptir máli

Hyperlink er skemmtilegt fyrirbrigði. Ég myndi setja broskarl hérna en það er aðeins of týpískt, gelgjulegt, ófágað, klisjukennt og fyrir neðan mína virðingu... :)

Monday, April 24, 2006

Himininn blikkaði mig í kvöld. Ég áttaði mig ekki á mikilvægi þess þar sem ég gekk eftir malarstígnum á milli trjánna. Samt fann himininn mig og beið eftir því að ég liti upp.

Á bakvið rósrauðan maskarann sýndist mér hún vera þunglynd, djúp í sínu dimmbláa brjósti þar sem stjörnurnar kasta hvítum bjarma í gegnum óendanleikann. Ég velti fyrir mér ástæðum þunglyndis hennar og vonaði að hún myndi sýna sitt rétta andlit, ekki fela sig á bakvið rósrauðan veruleika. Og meðan ég gekk eftir stígnum léttist brá hennar og skýin hurfu. Á milli skýjadulanna blikkaði hún mig, óx látlaust, hægt og bítandi með auknu hugrekki og aðdáun minni. Ég stoppaði. Stóð agndofa og horfði á þar til hún dró sig aftur inní skel sína. Ég áttaði mig ekki á mikilvægi þess og hvaða þýðingu það hafði.

Áður trúðu menn að stjörnur réðu gengi manna þar sem virðing og vegsemd manna kæmi frá himninum. Hún var dásömuð, dáð og virt, örlög mannanna. Miklir menn áttu sínar heillastjörnur, miklir menn treystu himni fyrir örlögum sínum. Meðan himininn blikkaði mig dó mikill maður.

Þegar ég áttaði mig á að örlög mannsins hafði verið ráðið lagðist ég niður. Leit upp. Leitaði að blikkinu. Leitaði að blossanum sem kviknaði og hvarf. Ég vonaði að himininn myndi skipta um skoðun og gæfi miklum manni aftur líf. En ekkert kom.

Thursday, April 06, 2006

Kom aðeins of seint en það gerði ekkert til. Ekki enn byrjað. Hitti vinkonu mína í andyrinu. Gekk inn og leitaði að stað til að vera á. Sá fólk sem ég þekkti. Samt þekkti hann Atli fólkið betur. Vinkona úr MH. Alltaf fundist hún sæt, eitt fallegasta bros sem um getur. Ég stóð til hliðar, brosti, reyndi að vera ekki of pirrandi. Fundum stað. Beið einn á miðju gólfi. Sast niður. Lokaði augunum. Skvaldrið yfirgnæfði tónlistina nánast sem hélt taktinum í samræðunum sem líflegustum. Opnaði augun. Fólkið þéttist smám saman, settist að eða gekk framhjá. Lokaði augunum. Ég reyndi að greina mismunandi raddir, þær sem voru nær, fjær, í kring. Vinur minn kom.

Á meðan á uppfyllingarsamræðunum stóð þá byrjuðu tónleikarnir. Mammút. Ég sá strax fjölskyldusvipinn á milli þessarar vinkonu minnar og bassaleikarans sem er systir hennar. Tónlistin byrjaði, dúndrandi í kokinu í takt við bassatrommuna. Ég ímyndaði mér að það væri augnsamband á milli söngkonunnar og míns. Ég sá aðeins hana. Truflaður af gaurnum fyrir framan mig sem gat ekki verið kyrr. Alltaf fyrir. Og fyrri hlutanum lauk jafn fljótt og hann byrjaði.

Og núna leið tíminn hægar, hægar því núna var það aðeins bið eftir því sem ég kom til að sjá. Og biðin hélt áfram. Skvaldrið byrjaði á ný, uppfyllingarsamræður byrjuðu aftur, sviðið var undirbúið. Svo varð allt dimmt á sviðinu. Fjólublá ljós og tekið undir af þvílíkum fagnaðarlátum að það var líkt og þögn hafi ríkt áður. dEUS. Tónlistin byrjaði hægt. Birtu lýst á söngvaran. Ég þekkti ekki lagið, en ég bjóst ekki við því. Ég hafði ekki hlustað á marga diska með þeim, aðeins einn reyndar. En ég vissi að ég myndi fíla þá. Með tónlistinni fór hið venjulega flakk fólksins af stað. Reykingar fóru að aukast. Þéttleiki jókst. Og fyrir framan mig var eitt ofvirkasta fífl allra tíma komið. Ég minntist Tasmaníudjöfulsins í útgáfu Denis Leary. Og á meðan ég þekkti ekki lögin þá var ekkert sem fyllti hug minn nema þessi einstaklingur sem hafði tekið upp á því að klára tvær tequila flöskur rétt á meðan hann sniffaði eina kók-línu. Amfetamínið var á ekki ennþá kikkað inn. Og vinir hans komu. Hryllingur fór um mig. Ég gat ekki losnað við þennan mann sem gerði allt sem hann gat til að hoppa, traðka, ganga, dansa, vagga og syngja sig inn í mitt persónulega svæði.

En vinir hans komu mér til bjargar. Þeir horfðu á hann jafn gáttaðir og leiddu hann nær sviðinu mér til mikillar ánægju. Ég fór að fylgjast með tónlistinni. Ég fór að einbeita mér að taktinum sem byrjaði hægt og bítandi að smita fæturna, höfuðið og hendurnar. Riþminn náði tökum á mér. Augnablikið tók völdin. Ég féll í endalausum hrynjanda eilífrar taktfastrar veraldar tónlistarinnar sem aðeins er hægt að lýsa á einn hátt: Töff. Þá kom lagið sem ég hafði beðið eftir. Hvert orð rann af vörum mínum í fullkomnu sinki við rödd söngvarans. Og á meðan ég öskraði úr mér lungun heyrðist ekkert vegna þeirrar yfirgnæfandi ununnar sem fylgdi hinni fullkomnu tónlist. Ekkert komst inn í hug minn nema þetta lag, þetta augnablik, þessi staður, þessi lykt, þessi tilfinning. Og meðan hámarkinu var náð og rödd mín hvarf endanlega í mannhafið lauk því líkt og ekkert hafði gerst. Ég færði mig nær.

Þegar ég gerði það ruddist inn í mitt persónulega svæði augngotur frá tveimur stelpum sem stóðu fyrir framan, pískrandi. Einbeiting var byrjuð að dofna. Hvað eru þær að segja? Hvað finnst þeim um mig? Hvers vegna eru þær alltaf að líta við? Eru þær hrifnar af því sem þær sjá? En svo brosti ég með sjálfum mér. Auðvitað ekki. Og ég hvarf aftur inn í tónlistina. Ég hellti öllum mínum tilfinningum, öllum mínum hugsunum, allt sem hafði angrað mig og ég varð hluti af tónlistinni. Tilfinningarnar mínar réðust af tilfinningu lagsins. Í sorg þess, í ánægju þess, í hatri þess, í ást þess fann ég sjálfan mig endurspeglast. Meðan liðu lögin hjá hvert á fætur öðru og hvert sinn fann ég minna til.

Og svo annað lag sem ég þekkti. Ekki bara ég heldur allir. Og allir í salnum urðu að einni heild þar sem söngur okkar yfirgnæfði rödd söngvarans. Ég fann blóðið streyma hraðar, gæsahúð sem því fylgdi leið yfir húðina í fullkominni öldu, frá hársverðinum niður eftir líkamanum. Og svo hættu þeir. Það var klappað, það var stappað, það var öskrað, einstök framtök eða í sameiningu. Þeir komu aftur og héldu áfram draumnum mínum. Fullkomnum, draumlausum draum.

Og svona leið kvöldið, í algleymi á sjálfum mér, því sem ég er og stend fyrir. Ég snéri tilbaka, nauðugur en ánægður. Allt endar, einhvern tímann. Enn hef ég ekki fengið röddina tilbaka sem stendur ennþá fyrir framan sviðið, öskrandi.

Wednesday, April 05, 2006

Ég ætla að skrifa eitthvað en hef ekki hugmynd um hvað. Ég held að þetta verði áhugaverðasta bloggfærslan sem ég hef gert á ævi minni. Uhh.... já... grænn er litur. Ég uppgötvaði það núna fyrir stuttu. Stundum get ég verið dálítið lengi að fatta hluti. En svona í alvöru.

ég er einhvern veginn alltof ánægður til að geta skrifað. Ég er með bros á vör, Architecture in Helsinki á fóninum og allt netið til umráða. Ég hef aldrei verið jafn þurr í kollinum. Við erum að tala um Sahara auðn. Kannski Gohbi. Eða Outback-ið. Auðn að minnsta kosti. Þess vegna ætla ég að hætta.

Vá, þetta ER besta færslan mín!