Ég hef ákveðið að hata einhvern. Ekki neinn ákveðinn, ekki neinn sem ég þarf endilega að þekkja, heldur bara einhvern sem ég hef aldrei séð, mun aldrei sjá né tjá mig við. Hann er hér með orðin erkióvinur minn (furðulegur orðaforði, hvítur persneskur köttur, líklegast sköllóttur, stofnandi leynilegs félags brjálæðinga sem eru með svipuð markmið og hann, allt þetta venjulega). Þar með er mér ekki illa við neinn sem ég kynnist því það er alltaf til þessi erkióvinur sem er holdgervingur alls hins illa.
En að einhverju sem skiptir máli... uh.... já... fyrir þá sem vilja taka þátt í mjög málefnalegri og frumlegri umræðu þá bendi ég ykkur á alla aðra sem blogga, þar sem Björk skemmtir sér í hugleiðingum um feminisma, Atli fjallar um ofmetna hluti, Stebbi lýsir hugmyndum sínum um framtíðar bloggheim sinn, Eiður hallmælir krónunni, Heiðar veltir vöngum yfir sveitastjórn, Þórður bró kynnir okkur fyrir nostalgíu vikunnar, Ásta leiðir okkur um ljóða-undirheimana, Silla fjallar hreinskilningslega um ævintýri sín í Noregi og barnauppeldi, Krizzi montar sig og síðan langar mig að benda á þetta og spyrja í leiðinni, hver kemur með mér? Hann er að koma til landsins í maí. Reyndar aukanúmer með Joanna Newsom... en það skiptir engu, Smog babí!
Ég ætti að vera að gera seinustu ritgerðina mína en ég ákvað að vera skemmtilegur við ykkur í staðinn og skilja eftir nokkrar skemmtilegar myndir.
En að einhverju sem skiptir máli... uh.... já... fyrir þá sem vilja taka þátt í mjög málefnalegri og frumlegri umræðu þá bendi ég ykkur á alla aðra sem blogga, þar sem Björk skemmtir sér í hugleiðingum um feminisma, Atli fjallar um ofmetna hluti, Stebbi lýsir hugmyndum sínum um framtíðar bloggheim sinn, Eiður hallmælir krónunni, Heiðar veltir vöngum yfir sveitastjórn, Þórður bró kynnir okkur fyrir nostalgíu vikunnar, Ásta leiðir okkur um ljóða-undirheimana, Silla fjallar hreinskilningslega um ævintýri sín í Noregi og barnauppeldi, Krizzi montar sig og síðan langar mig að benda á þetta og spyrja í leiðinni, hver kemur með mér? Hann er að koma til landsins í maí. Reyndar aukanúmer með Joanna Newsom... en það skiptir engu, Smog babí!
Ég ætti að vera að gera seinustu ritgerðina mína en ég ákvað að vera skemmtilegur við ykkur í staðinn og skilja eftir nokkrar skemmtilegar myndir.
- Leiðindi
- Kommúnismi nútímans
- Námsmenn
- "I've been having those dreams again, where I hit penguins with a croquet mallet"
- Ég held það
- ...and the penguin hit back!!!
- gítar
- Talandi um gítar...
- What the...?
- Það sem skiptir máli
Hyperlink er skemmtilegt fyrirbrigði. Ég myndi setja broskarl hérna en það er aðeins of týpískt, gelgjulegt, ófágað, klisjukennt og fyrir neðan mína virðingu... :)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home