Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Monday, April 24, 2006

Himininn blikkaði mig í kvöld. Ég áttaði mig ekki á mikilvægi þess þar sem ég gekk eftir malarstígnum á milli trjánna. Samt fann himininn mig og beið eftir því að ég liti upp.

Á bakvið rósrauðan maskarann sýndist mér hún vera þunglynd, djúp í sínu dimmbláa brjósti þar sem stjörnurnar kasta hvítum bjarma í gegnum óendanleikann. Ég velti fyrir mér ástæðum þunglyndis hennar og vonaði að hún myndi sýna sitt rétta andlit, ekki fela sig á bakvið rósrauðan veruleika. Og meðan ég gekk eftir stígnum léttist brá hennar og skýin hurfu. Á milli skýjadulanna blikkaði hún mig, óx látlaust, hægt og bítandi með auknu hugrekki og aðdáun minni. Ég stoppaði. Stóð agndofa og horfði á þar til hún dró sig aftur inní skel sína. Ég áttaði mig ekki á mikilvægi þess og hvaða þýðingu það hafði.

Áður trúðu menn að stjörnur réðu gengi manna þar sem virðing og vegsemd manna kæmi frá himninum. Hún var dásömuð, dáð og virt, örlög mannanna. Miklir menn áttu sínar heillastjörnur, miklir menn treystu himni fyrir örlögum sínum. Meðan himininn blikkaði mig dó mikill maður.

Þegar ég áttaði mig á að örlög mannsins hafði verið ráðið lagðist ég niður. Leit upp. Leitaði að blikkinu. Leitaði að blossanum sem kviknaði og hvarf. Ég vonaði að himininn myndi skipta um skoðun og gæfi miklum manni aftur líf. En ekkert kom.

2 Comments:

Blogger Eiður said...

Þetta færðu fyrir að vera ekki að lesa undir próf!

11:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

Himininn skiptir aldrei um skoðun, ekki einu sinni þó maður elski tunglið...en hún er alltaf þarna og meira að segja á jörðinni..

9:55 AM  

Post a Comment

<< Home