...og það er þess vegna sem ég ákvað að skrifa, líkt og áður, um eitthvað sem ég get í raun ekki útskýrt nema að hálfu og með hálfum hug. Svo ég vitni nú í einn bandarískan teiknimyndaþátt: "That explains everything!"
En um allt annað, eða jafnvel um það sem annað er, þá held ég áfram með að útskýra eitthvað sem ég á ekki auðvelt með að tala um. Ég er hluti af þeirri kynslóð. Ég kom á undan þeirri sem opnaði allt upp. Í raun er ég gamall maður, dálítið tímavilltur líkt og einn prófessor sem ég las um í æsku minni. Þetta er ekki útskýring á mér.
Ég útskýri því frekar fólkið sem umgengst mig. Í raun skilgreini ég fólkið frekar en útskýri og þá sérstaklega með afstöðu frá sjálfum mér. Ég reyni oft að segja því hvað það er í raun og veru en þau átta sig ekki á sannleikanum sem leynist á milli tvíræðra lyga minna. Eina sem ég geri er að tala venjulegt mannamál, eins venjulegt og það er í hugum þeirra sem átta sig ekki á notkun þess.
Ég er hættur að veita því eftirtekt sem gengur á í kringum mig heldur er ég of upptekinn af sjálfum mér, í endalausri leit að kjarna mínum og máls. Ég hef uppgötvað kjarna ímyndunaraflsins. Það er ég.
Þið vitið að ég hætti einhvern tímann, en ég lofa því að þið klárið þessa setningu áður en það kemur að því.