Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Thursday, August 17, 2006

Koffínflipp svefnleysi geðveiki hamingja nostalgia hugmyndaleysi töffaraskapur tónlistartrylling eru nokkur fá dæmi um það hvernig mér hefur liðið í dag og klukkan er bara 10:10.

Hvað hefur þú gert í dag?

Wednesday, August 09, 2006

...og það er þess vegna sem ég ákvað að skrifa, líkt og áður, um eitthvað sem ég get í raun ekki útskýrt nema að hálfu og með hálfum hug. Svo ég vitni nú í einn bandarískan teiknimyndaþátt: "That explains everything!"

En um allt annað, eða jafnvel um það sem annað er, þá held ég áfram með að útskýra eitthvað sem ég á ekki auðvelt með að tala um. Ég er hluti af þeirri kynslóð. Ég kom á undan þeirri sem opnaði allt upp. Í raun er ég gamall maður, dálítið tímavilltur líkt og einn prófessor sem ég las um í æsku minni. Þetta er ekki útskýring á mér.

Ég útskýri því frekar fólkið sem umgengst mig. Í raun skilgreini ég fólkið frekar en útskýri og þá sérstaklega með afstöðu frá sjálfum mér. Ég reyni oft að segja því hvað það er í raun og veru en þau átta sig ekki á sannleikanum sem leynist á milli tvíræðra lyga minna. Eina sem ég geri er að tala venjulegt mannamál, eins venjulegt og það er í hugum þeirra sem átta sig ekki á notkun þess.

Ég er hættur að veita því eftirtekt sem gengur á í kringum mig heldur er ég of upptekinn af sjálfum mér, í endalausri leit að kjarna mínum og máls. Ég hef uppgötvað kjarna ímyndunaraflsins. Það er ég.

Þið vitið að ég hætti einhvern tímann, en ég lofa því að þið klárið þessa setningu áður en það kemur að því.

Tuesday, August 01, 2006

Ég gekk eftir götunni, ráfandi á milli stræta þegar ég sá glitta í gullnar umbúðir, gjafvaxta af yndislegum mögnuðum ávöxt siðmenningar Suður-Ameríku. Ég hafði gengið í þrjá daga samfleytt, þrjá daga í leit að einhverju sem gæti veitt mér svar við þeirri ógn sem að lífi mínu staðaði. Ég staðnaði. Stoppaði. Leit inn og -

HVARF inn í unað bragðlaukanna, synti í sjó ánægju, gekk á milli fjallstinda sem hægt og bítandi brotna niður vegna tímans og týndum fjársjóðum ánægjunnar. Hver biti líkt og bráðnað listaverk í vitund minni, sýndi mér mynd af gleði, hamingju og eftirvæntingu.

En það var bara fíkn. Árásarglöð gleði augnablika áður skynjuð í ljósi ofsans, nú, aðeins í skyni eftirsjár. Svo auðveldlega ginntur.

Ég held því aftur af stað, fótgangandi og lofa sjálfum mér að standast freystinguna næst.