Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Tuesday, August 01, 2006

Ég gekk eftir götunni, ráfandi á milli stræta þegar ég sá glitta í gullnar umbúðir, gjafvaxta af yndislegum mögnuðum ávöxt siðmenningar Suður-Ameríku. Ég hafði gengið í þrjá daga samfleytt, þrjá daga í leit að einhverju sem gæti veitt mér svar við þeirri ógn sem að lífi mínu staðaði. Ég staðnaði. Stoppaði. Leit inn og -

HVARF inn í unað bragðlaukanna, synti í sjó ánægju, gekk á milli fjallstinda sem hægt og bítandi brotna niður vegna tímans og týndum fjársjóðum ánægjunnar. Hver biti líkt og bráðnað listaverk í vitund minni, sýndi mér mynd af gleði, hamingju og eftirvæntingu.

En það var bara fíkn. Árásarglöð gleði augnablika áður skynjuð í ljósi ofsans, nú, aðeins í skyni eftirsjár. Svo auðveldlega ginntur.

Ég held því aftur af stað, fótgangandi og lofa sjálfum mér að standast freystinguna næst.

4 Comments:

Blogger Eiður said...

Kartafla?

Appelsínur eru góðar.

Takk fyrir mig.

3:46 PM  
Blogger Heiðar Ingvi said...

Bananar eru góðir.

6:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sítrónur, alveg örugglega sítrónur. Enda eru þær herramanns matur í Bólivíu.

7:03 PM  
Blogger Atli Sig said...

Guano...er það ekki leðurblökuskítur?

Mér finnast bananar vondir.

2:59 PM  

Post a Comment

<< Home