Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Monday, December 11, 2006

ég neita að falla undir formerkin. Ekki Manneskja, karlmaður, Evrópubúi, Íslendingur. Ég er eitthvað annað og get ekki fullvissað mig um neitt.

Ég neita að sjá munin á mér og hinum. Ég sé engar konur, Asíu- Afríku- N/S-Ameríku- Ástralíubúa, aðra Evrópubúa. Ég skilgreini hina ekki út frá mér og ég er ekki skilgreindur út frá hinum.

Og kannski út frá þessum útgangspunkti get ég haldið að einhver lögmál mannlegrar hegðunar séu til staðar. Með því að afmá muninn er hægt að komast að niðurstöðu.

Niðurstaðan er samt sú: Ég er manneskja, karlmaður, Evrópubúi, Íslendingur með reynslu ólíkt öðrum, hef lifað 22 ár og 10 mánuði. Upplifunin mín er einskorðuð af sjónarhorni sem ég einn hef átt. Hversu mikið sem ég reyni að deila því með öðrum eða reyni að setja mig í fótspor annarra þá er alltaf spor af sjálfum mér í því; textatengsl upplifunarinnar minnar.

Hversu mikið sem ég reyni að vera þú er ég ávallt ég. Ég er upphafið, endirinn og allt þar á milli. Sjónarhornið mitt fæðist og deyr og engan Sannleik er hægt að draga af því. Aðeins sannleik.

Engin fæðist annar Jesú. Napoleon lifir aðeins á geðveikrahæli. Einstein liggur í gröfinni sinni og varðveiðsluvökva. Samt lifa milljónir á hugmyndum og sjónarhornum þeirra. Litlir sannleikar heimsins. Litlar afleiðingar sjónarhorna. Aðlögun hins almenna.

Ég skil sjálfan mig aðeins út frá skilgreiningum á því hvað ég er ekki. Án heimsálfa væri ekki til Evrópa. Án konu væri ekki til karl. Ég er ekki þú. Þú ert ekki ég.

Ég skil sjálfan mig út frá littlum sannleikum. Lítill sannleikur gullna boðorðsins. Litli sannleikur
afstæðiskenningarinnar.

Og jafnvel þegar ég veit þetta þá get ég ekki trúað því sem ég segi. Því yfir öllu rís hið heilaga merki einstaklingsins, I-ið, Ég-ið, Egó-ið, miðja heimsins. Engin skilgreinir mig því ég er skilgreiningin. Ég er alpha ég er ómega, ég hugsa þess vegna er ég, af moldu er ég komin og að moldu verð ég aftur.

Saturday, December 02, 2006

TO THE READER.

Stupidity, delusion, selfishness and lust
torment our bodies and possess our minds,
and we sustain our affable remorse
the way a beggar nourishes his lice.

Our sins are stubborn, our contrition lame;
we want our scruples to be worth our while -
how cheerfully we crawl back to the mire:
a few cheap tears will wash our stains away!

Satan Trismegistus subtly rocks
our ravished spirits on his wicked bed
until the precious metal of our will
is leached out by this cunning alchemist:

the Devil's hand directs our every move -
the things we loathed become the things we love;
day by day we drop through stinking shades
quite undeterred on our descent to Hell.

Like a poor profligate who sucks and bites
the withered breast of some well-seasoned trull,
we snatch in passing at clandestine joys
and squeeze the oldest orange harder yet.

Wriggling in our brains like a million worms,
a demon demos holds its revels there,
and when we breathe, the Lethe in our lungs
trickles sighing on its secret course.

If rape and arson, poison and the knife
have not yet stitched their lidicrous designs
onto the banal buckram of our fates,
it is because our souls lack enterprise!

But here among the scorpions and the hounds,
the jackals, apes and vultures, snakes and wolves,
monsters that howl and growl and squeal and crawl,
in all the squalid zoo of vices, one

is even uglier and fouler than the rest,
although the least flamboyant of the lost;
this beast would gladly undermine the earth
and swallow all creation in a yawn;

I speak of Boredom which with ready tears
dreams of hangings as it puffs its pipe.
Reader, you know this squeamish monster well,
- hypocrite reader, - my alias, - my twin!


- Charles Baudelaire
þýtt af Richard Howard

Monday, November 27, 2006

Hvenær ætli eitthvað, hvað sem það er, verði orðið of seint? Er eitthvað sem án vafa er orðið of seint að gera, og ef svo er, hvenær er það? Ætli það sé hægt að líta á það og vita þar með að tími þess sé útrunninn. Ætli hugtök, hugmyndir, tíska o.s.frv. sé með útrennsludag? Ef svo er, hvað ákvarðar þessa dagsetningu? Er það maðurinn, náttúran eða eitthvað yfirskilvitlegt? Ætli það sé hægt að komast að því áður en það gerist? Spáð fyrir útrennsludaginn á t.d. Choco fárinu (sem virðist, jafnvel þótt ég væri alveg viss um að það væri dautt, ennþá vera á lífi) eða pómó (stytting fyrir Póst-módernískt)? Sumir þykjast geta séð það, benda á vísbendingarnar og telja sig vita. En þá vil ég athuga annað skemmtilegt fyrirbæri: Költ. Það er eitthvað sem lifir, jafnvel þótt það virtist aldrei hafa lífsmark til að byrja með. Hver eru lögmál költsins? Hvað er költ? Við getum bent á það en líkt og áður, er hægt að spá fyrir um það? Man einhver eftir mynd sem átti að verða költ fyrirbæri? Er hún það í dag?

Þetta kalla ég að taka mér pásu frá lærdómnum og ritgerðunum.

Sunday, November 26, 2006

Líf mitt skiptist í þrjá mismunandi kafla: fyrir kaffi, drekka kaffi og eftir kaffi. Hátindar lífs míns tróna á toppi koffínflippsins.

ég get ekki komið mér fyrir. Kannski af því það er einhver fyrir mér, eða ég fyrir sjálfum mér. Fyrirfram ákveðin óþægindi vegna framandleika staðarins. Sumir staðir eru framandi eingöngu eftir því hvað er gert þar. Eins og að ganga inná kaffihús og biðja um sleikjó eða vera heima hjá sér klæddur einhverju öðru en Stormtrooper búningi.

Það er ótrúlegt hvað maður getur verið meðvitaður um sjálfan sig. Einn annar yfir manni og allt sem var svo eðlilegt verður erfitt að framkvæma. Hugsunin breytist og hegðunin með. Skrif verða ritskoðuð. Voyeur-ismi er aðeins áhugaverður þegar þú þarft ekki að horfa augliti til auglitis á áhorfendur. Það er þessi erfiðleiki við að deila einhverju, deila hluta af sjálfum sér.

Damn, hvað ég vildi að ég ætti Stormtrooper búning, bara svo ég gæti einhvern tímann opnað útidyrnar, stóískur í fari og spyrja á mjög eðlilegan hátt í gegnum plasthjálminn: Góðan daginn/kvöldið (auðvitað bæði, alveg sama hvaða tíma dags þetta er). Hvað ætli hann kosti á e-bay?


Everybody's doing it! Just give me the shotgun and few shells and I'll go play at the bend on the highway...

IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?

So, here's how it works:
1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Put it on shuffle3. Press play4. For every question, type the song that's playing
5. When you go to a new question, press the next button
6. Don't lie and try to pretend you're cool...
(7. But what if I was cool? Director's Choice, not the manatee's)

Opening Credits:
The Rolling Stones – It’s All Over Now (frábært, byrjar á ástardrama… Hljómar eins og ég sé bitur, vonsvikinn gaur og þetta er opnunin. Þetta lítur út fyrir að verða American Splendour bara biturð vegna ásta)
The Director's Choice: Jimi Hendrix - Highway Chile (Lóner, ferðast um heiminn, á aldrei neinar rætur... ofursvalt

Waking up:
American Analog - Born On The Cusp (Vá, mikilvægt að ég vakni. Ég meina, það hefur áhrif á allan heiminn! Ég er merkilegur! I Rule!!! Ég er egosentrískur bastarður!)
Director's Choice: Adem - Pillow (If only...)

First Day At School:
Johnny Cash – Wayfaring Stranger (Frábært, ég þarf að deyja til að komast í skólann… og móðir mín bíður þar ásamt föður mínum)
Director's Choice: Timbuk 3 - Gotta Wear Shades (über-svalt og bara rétti mórallinn fyrir skólann)

Falling In Love:
Foo Fighters – M.I.A. (Missing in Action) (Aldrei hlustað á þetta lag, honest! En já, Foo Fighters, ekki svo slæmt… týndur í miðjum klíðum. S.s. næ að komast nálægt stúlku, hleyp eins og mófó í burtu)
Director's Choice: Bright Eyes - First Day of my Life (Ó svo rómantískt... sniff... ha, ég er ekki að snökt, að gráta)

Fight Song:
The Ink Spots – Java Jive (Ég berst með kaffihúsaheimspeki minni gegn hinu illa í lífinu! Djöfull er ég rólegur bardagagaur)
Director's Choice: The Ink Spots - Java Jive (hvað get ég sagt? Ég gæti alveg ímyndað mér undirbúning fyrir rosalegan bardaga og það er setist á kaffihús með kaffikönnu og það er rætt málin... kannski spilað skák en ekkert meira spennandi)

Breaking Up:
Ray Charles – Hit The Road Jack (Mjög viðeigandi, án monínga er ég ekkert. I Just ain’t no good)
Director's Choice: Led Zeppelin - The Rain Song (Ástin eftirá)

Prom:
Björk – I Miss You (Ég er gaurinn sem mæti einn, bólugrafinn með sítt hár (skítugt), sit á áhorfendapallinum og dreymi um stelpuna sem er ekki til. Sorglegt)
Director's Choice: The Kinks - You Really Got Me (lítur út eins og senan úr Back to the Future á skólaballinu... bara svalara)

Life:
Trabant – I Love You Why? (Veistu, ef ég gæti svarað þessari spurningu þá yrði ég þekktasti, ríkasti og frægasti heimspekingur alls heimsins, maðurinn sem svaraði eilífðarspurningunni Hvers vegna erum við hér? Ég meina, er það ekki nokkurn veginn það sama og að spyrja hvers vegna ég elska lífið? Held það nú)
Director's Choice: Monty Python - Always Look On The Bright Side Of Life (Auðvitað)

Mental Breakdown:
Miles Davis – Freddy Freeloader (Djassað kreisíness, Kannski er þetta Freddi sem fer svona mikið í taugarnar í mér eða þá að ég kalla sex-hleypuna mína Fredda og hann er með freeloader. Svo eitt skot... hver veit? Ég ætti aldrei að vinna í pósthúsi)
Director's Choice: Scott Joplin - The Entertainer (Ekki til Sturlaðra lag)

Driving:
Sonic Youth – Dirty Boots (Ef þetta passar ekki vel þá veit ég ekki hvað getur passað vel við! Keyra út um allt, er ekki alveg viss um trukkinn og töfragelluna en annað virðist vera nógu fríkað)
Director's Choice: Sonic Youth - Dirty Boots (Hví ekki?)

Flashback:
Creedence Clearwater Revival – Cotton Fields (Ah, uh… Kartöflugarðarnir heima? … … … NOOOOOOO!!!)
Director's Choice: Cats - Memories (Auðvitað, Naked Gun myndin, Ren & Stimpy, Simpsons held ég líka hafa öll notað þetta og ég myndi glaður steypa mér í á sama grunn og myndin/þættirnir)

Getting Back Together:
Deftones – Korea (Og sífelt batnar þetta! Ég virðist ná aftur saman með einhverri sadó-masó fílingi, klóra, skera og finna minn stað inní fólki. Þetta hljómar ill. nóg af fökki samt)
Director's Choice: The Rolling Stones - Under My Thumb (HA! Hún mun skríða tilbaka! ...please, love me?)

Wedding:
Frank Sinatra – In The Wee Small Hours of the Morning (Eftirsjá eða daginn fyrir giftingu? Kannski bæði, giftist rangri… þetta er þó viðeigandi, þetta fer batnandi)
Director's Choice: Scott Joplin - The Entertainer (Sturlun, enn og aftur)

Birth Of Child:
Lemmings Oh No! More Lemmings – Lemmings 2 (… … ó guð)
Director's Choice: John Lennon - Imagine (awwww)

Final Battle:
Kings of Convenience – Misread (Hva, smá misskilningur. Ég get útskýrt þetta, engin ástæða til þess að rífast)
Director's Choice: Kings of Convenience - Misread (Ég lem ekki fólk)

Death Scene:
System of a Down – Science (Vísindin vita ekkert! mun ég öskra á dauðabeðinu)
Director's Choice: Samuel Barber - Adagio For Strings (Tregafullt og fallegt)

Funeral Song:
Stranglers – Straighten Out (Eins og upphafið, ég er vonsvikinn og bitur en í þetta skiptið út í lífið almennt. Þessi mynd mun verða kosin peppíasti andskoti síðan Dancer in the Dark setti ný viðmið í húmor)
Director's Choice: (Smog) - Dress Sexy At My Funeral (Ójá... aha... yes)

End Credits:
The Simpsons – Sibling Rivalry (Simpsons eru áhugaverðari heldur en mynd um mig)
Director's Choice: Tom Waits - Cold Cold Ground (Viðeigandi og ég er engin húmoristi þegar ég er grafinn

Þeir sem stela þessu héðan í frá eru að stela þessu frá mér! Nei, reyndar ekki, Takk Atli fyrir að stela frá einhverjum sem stal því frá einhverri sem stal því frá mæspeis.
(7. spurning gerð að ganni, er ekki nauðsynleg ábót)





 

Wednesday, November 22, 2006

 Kannski þegar tveir menn eru á rabbi getur þetta samtal átt sér stað.

"himininn er blár."
"þó ekkert meira heldur en í gær."
"Ég held að hann rigni."
"Ég þekki hann ekki."
"Þú þekkir hann jafn mikið og ég, held ég nú."
"Hvernig þá, þegar ég þekki hann ekki."
"Ég hef aldrei þekkt nokkurn mann. En ég veit hver hann er."
"Þá þekkir þú einhvern."
"Hver þekkir hann svo sem. Hann gerir það sem hann vill."
"Eins og menn eiga að gera. En ég þekki hann ekki."

Vindurinn leikur aðeins við hárið, liggur síðan með gangstéttinni í snjónum, undir ljósastaurunum. Á milli ljósastaura er ekkert, aðeins skuggar. Þeir líta á hvorn annan. Annar þeirra er viss um að hinn ljúgi alltaf en hinn hefur ekki hugmynd, enda er rangt að dæma nokkurn mann fyrir nokkurn skapaðan hlut. En þeir voru samt sammála um að annar væri að ljúga.

"Ætli himinninn sé blár?"
"Bleikur."
"Stundum, já."
"Þegar við fylgjumst með og stundum ekki einu sinni þá."
"Þá hvað?"
"Hvað þá?"
"Ég átti við hvað hann er þegar við fylgjumst með eða ekki."
"Ég þekki hann ekki."
"En þú veist að hann er bleikur stundum og jafnvel stundum ekki?"
"Ég veit það ekki. Ég þekki hann ekki. Hann má vera með hvaða litarhaft sem til er, ég þekki hann samt sem áður ekki."
"Himininn."
"Hvað með himininn?"
"Hann himininn."
"En hann gæti alveg eins verið hún, eða það, eða annað sem ég hef aldrei upplifað."
"En gefum okkur að himininn sé hann."
"En ég veit ekki hvort það sé rétt."
"Ég neita að byrja á en einu sinni aftur."
"Hvernig ætlarðu þá að koma þínu máli fram?"
"Með því að sleppa en."
"Þess vegna gefum við okkur að það sé rétt."
"Hvernig get ég gefið mér það. Ég átti það ekki til að byrja með."
"Þarftu að taka öllu bókstaflega?"
"Hvernig á ég að taka því öðruvísi?"

Kannski hefði það verið bara hið besta mál ef þeir hefðu þagað. Skuggar gengu á milli ljósastauranna og snertu ekki einu sinni jörðina á milli, hurfu í skugga ljóssins. Í rauninni vissu þeir hvorugir núna hvort skuggarnir færu á milli ljósastauranna eða bara birtust þar. Það sást ekki mikið af fólki svo seint um kvöld.

Enda er möguleiki á því að ekkert samtal, engnir skuggar né himnar verið við sögu nema í sögu sagðri að kvöldi.


Saturday, November 18, 2006





 

Stundum segja myndir meira en mörg orð. Því læt ég þetta nægja.

Hægt að finna þessar myndir og fleiri hér

Thursday, November 09, 2006

Frú Bovary, Babe, ég skil þig. Von um rómantík og dálítin blossa, blauta drauma og dramatísk ljóðskáld. Þessi fallvalta mynd af hinum eina rétta, draumaprinsinum, Prinsinn Sjarmerandi upp á enska vísu.

Frú Bovary, babe, ég skil þig. Endurtekningarnar geta verið leiðinlegar þegar lífið er of öruggt. Við þurfum á eldnum að halda, brenna brýr að baki okkar og kannski húsið í leiðinni.

Ég er upptekinn af spegilmyndinni minni þessa dagana. Rúður bíla veitir mér narkisíska fullnægingu þar sem fólkið á rauðu ljósi veltir fyrir sér hvort þau þekkja mig. Ég stend stundum fyrir framan bíla og horfi á sjálfan mig.

Það sem engin annar sér er ógreinilegi margbreytileiki andlitssvipbrigðanna sem geifla sig fyrir mig, jafnvel minnstu varahreyfingar, augngotur, augabrúnslyftingar, allt gerir andlit mitt að einstöku listaverki. Hvers vegna ekki vera upptekinn af sínu eigin ágæti? Leonardo hafði sjálfan sig sem fyrirmynd þegar hann gerði Davíð að sínum Golíat. Svipbrigði marmarans blikkaði hann í speglum.

Kyssið ykkur í speglinum. Hann er til fyrirmyndar, tvíburinn sem gerir aldrei neitt af sér annað en að vera of nákvæmur undir krítískum augum fyrirmyndarinnar. Fyrirgefið honum, verði það ykkar gustuk.

Mém, orð dagsins: Gustuk.