ég neita að falla undir formerkin. Ekki Manneskja, karlmaður, Evrópubúi, Íslendingur. Ég er eitthvað annað og get ekki fullvissað mig um neitt.
Ég neita að sjá munin á mér og hinum. Ég sé engar konur, Asíu- Afríku- N/S-Ameríku- Ástralíubúa, aðra Evrópubúa. Ég skilgreini hina ekki út frá mér og ég er ekki skilgreindur út frá hinum.
Og kannski út frá þessum útgangspunkti get ég haldið að einhver lögmál mannlegrar hegðunar séu til staðar. Með því að afmá muninn er hægt að komast að niðurstöðu.
Niðurstaðan er samt sú: Ég er manneskja, karlmaður, Evrópubúi, Íslendingur með reynslu ólíkt öðrum, hef lifað 22 ár og 10 mánuði. Upplifunin mín er einskorðuð af sjónarhorni sem ég einn hef átt. Hversu mikið sem ég reyni að deila því með öðrum eða reyni að setja mig í fótspor annarra þá er alltaf spor af sjálfum mér í því; textatengsl upplifunarinnar minnar.
Hversu mikið sem ég reyni að vera þú er ég ávallt ég. Ég er upphafið, endirinn og allt þar á milli. Sjónarhornið mitt fæðist og deyr og engan Sannleik er hægt að draga af því. Aðeins sannleik.
Engin fæðist annar Jesú. Napoleon lifir aðeins á geðveikrahæli. Einstein liggur í gröfinni sinni og varðveiðsluvökva. Samt lifa milljónir á hugmyndum og sjónarhornum þeirra. Litlir sannleikar heimsins. Litlar afleiðingar sjónarhorna. Aðlögun hins almenna.
Ég skil sjálfan mig aðeins út frá skilgreiningum á því hvað ég er ekki. Án heimsálfa væri ekki til Evrópa. Án konu væri ekki til karl. Ég er ekki þú. Þú ert ekki ég.
Ég skil sjálfan mig út frá littlum sannleikum. Lítill sannleikur gullna boðorðsins. Litli sannleikur
afstæðiskenningarinnar.
Og jafnvel þegar ég veit þetta þá get ég ekki trúað því sem ég segi. Því yfir öllu rís hið heilaga merki einstaklingsins, I-ið, Ég-ið, Egó-ið, miðja heimsins. Engin skilgreinir mig því ég er skilgreiningin. Ég er alpha ég er ómega, ég hugsa þess vegna er ég, af moldu er ég komin og að moldu verð ég aftur.
Ég neita að sjá munin á mér og hinum. Ég sé engar konur, Asíu- Afríku- N/S-Ameríku- Ástralíubúa, aðra Evrópubúa. Ég skilgreini hina ekki út frá mér og ég er ekki skilgreindur út frá hinum.
Og kannski út frá þessum útgangspunkti get ég haldið að einhver lögmál mannlegrar hegðunar séu til staðar. Með því að afmá muninn er hægt að komast að niðurstöðu.
Niðurstaðan er samt sú: Ég er manneskja, karlmaður, Evrópubúi, Íslendingur með reynslu ólíkt öðrum, hef lifað 22 ár og 10 mánuði. Upplifunin mín er einskorðuð af sjónarhorni sem ég einn hef átt. Hversu mikið sem ég reyni að deila því með öðrum eða reyni að setja mig í fótspor annarra þá er alltaf spor af sjálfum mér í því; textatengsl upplifunarinnar minnar.
Hversu mikið sem ég reyni að vera þú er ég ávallt ég. Ég er upphafið, endirinn og allt þar á milli. Sjónarhornið mitt fæðist og deyr og engan Sannleik er hægt að draga af því. Aðeins sannleik.
Engin fæðist annar Jesú. Napoleon lifir aðeins á geðveikrahæli. Einstein liggur í gröfinni sinni og varðveiðsluvökva. Samt lifa milljónir á hugmyndum og sjónarhornum þeirra. Litlir sannleikar heimsins. Litlar afleiðingar sjónarhorna. Aðlögun hins almenna.
Ég skil sjálfan mig aðeins út frá skilgreiningum á því hvað ég er ekki. Án heimsálfa væri ekki til Evrópa. Án konu væri ekki til karl. Ég er ekki þú. Þú ert ekki ég.
Ég skil sjálfan mig út frá littlum sannleikum. Lítill sannleikur gullna boðorðsins. Litli sannleikur
afstæðiskenningarinnar.
Og jafnvel þegar ég veit þetta þá get ég ekki trúað því sem ég segi. Því yfir öllu rís hið heilaga merki einstaklingsins, I-ið, Ég-ið, Egó-ið, miðja heimsins. Engin skilgreinir mig því ég er skilgreiningin. Ég er alpha ég er ómega, ég hugsa þess vegna er ég, af moldu er ég komin og að moldu verð ég aftur.