Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Thursday, March 23, 2006

lyklaborðið er orðið framlenging af mér. Ég þreyfa mig áfram á milli völundarhús internetsins, skil eftir skilaboð inn í undirmeðvitund þess og bíð eftir að einhver svari. Líkt og flöskuskeyti fyrri tíma fljóta þau á hafi hugmynda. Ég er einn með öllum umheiminum þar sem rannsakandi hendur óþekktra einstaklinga reyna að ná höndum utan um hugmyndir mínar. Ég veit ekki hvernig ég mun útskýra fyrir þeim að allt sem ég hugsa er óskiljanlegt, jafnvel í hugarórum mínum. Ég veit hvað ég vil, ég veit hvað ég er en ég veit ekki hvers vegna ég mun aldrei fylgja mínum eigin löngunum sem skína líkt og viti í vitund minni. Sokkin í flækjur samfélagsins get ég ekkert sagt. Veraldarvefurinn vafrar um sál mína og dregur upp allt sem ég vil segja upp á yfirborðið. Samt finn ég aldrei það sem ég vil...

Fingur mínir tipla léttum sporum á lyklaborðinu. Þeir dansa á táknum skapandi heilstæðar línur hugsana minna. Myndar rökvísa uppbyggingu. Hikandi leita ég að réttu orðunum, réttu hugmyndunum. Síðan hægt og bítandi fer ég hraðar. Dansinn verður hraðari, hugmyndirnar fljóta út, syngjandi, hluti af sinfóníu sálarinnar þar sem hún leitar útrásar til allra, leitar sér leiða til að útskýra sína eigin tilveru og þar með rétt þess til að vera. Ég er frjáls. Stundarsakir ekkert nema vindurinn. Stundarsakir ekkert nema umlykjandi friður. Ég finn ekki til, aðeins léttur andvari sem stríkur um vanga mína. Ég mun aldrei lenda. Þar til núna...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home