Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Saturday, March 18, 2006

Ég ætla að vera pólitískt réttmáll í smá stund. Í dag var skilgreiningin á veðri dagsins "grámygla yfirþyrmandi". Takk fyrir.

Ég ætla að segja ykkur litla sögu af þeim sem þekkja ekkert nema hin opinbera sannleika hugmyndafræðilegra grunnmyndanna umheims veraldarlegrar auðvaldsstefnu. Hann er ekki sá eini sem er þarna úti. Takk fyrir.

Út af því sem ekki er skrifað né sagt er nú orðið dálítið lítið eftir af því sem er sagt eða skrifað um það sem skiptir engu máli. Ég skipti engu máli. Samt er ég að skrifa. Ég er í minnihlutahópi vanheillra ungra aðhaldsstefnuríkjandi uppgangsmanna. Takk fyrir.

En samt afsaka ég hegðun mína rétt á meðan ég skeini mig fyrir framan Jesú á klósett-hurðinni heima hjá guðshræddum turtildúfum þar sem hann beinir fingri sínum niður líkt af himni og segir: Ég veit hvað þú ert að gera. Og ég sé eftir því að hafa fæðst með rassboru.

Mér líður illa yfir því að sjá aðeins fátæka fjölskyldufeður á Rolls Royce. Þeir gætu keypt annað. Auglýsingarnar hafa bara heilaþvegið þá og skilið börnin eftir á Domino's Donalds. Ég held að ég hafi misskilið boðskap Jólasveinsins seinasta ár.

Burt séð frá öllum þessum vandkvæðum viðundra virðisfyllra fulltrúa sem forgangsraða heimsmyndinni eftir upptökutækjum eftirlitsmyndavélanna á Ingólfstorgi.
=
Ég er farinn að sofa (Mýgandi hundur, Mýgandi hundur, Mýgandi hundur).

2 Comments:

Blogger Eiður said...

Wooo, ég skemmti mér mikið við þennan lestur, þetta var sniðugt. En hvar eru svörin við kommentum síðustu færslu?

6:13 PM  
Blogger Kristinn said...

Hey, ég sagði að ég mundi skrifa einu sinni á dag, ég sagði aldrei að ég myndi svara KOMMENTUM einu sinni á dag

8:15 AM  

Post a Comment

<< Home