Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Monday, March 27, 2006

alveg sama hvað ég segi, þá mun það ekki hafa nein áhrif. Þar sem ég sit fyrir utan gluggann þinn og reyni hvað ég get að finna upp á einhverju athæfi sem myndi fá þig til að skilja hvers vegna ég er eins og ég er. Það virðist ómögulegt, allt á eftir að vera misskilið, allt á eftir að vera gagnrýnt. Ég hef lært að þegja. Á meðan stormur umvefur hugann minn þá eru augu mín róleg. Ég brosi með augunum svo þú sjáir mig ekki.

Ég hef drepið sál mína. Hún liggur fyrir fætur mér, grátandi. Ég skil sál mína á sama hátt og sálfræðingar skilja geðsjúklingana sína. Ég fjarlægist það sem ég vil meir og meir og það virðist ekki skipta neinu máli lengur. Ónauðsynlegt að halda áfram.

Ef ég dey á morgun mun einhver vita af því? Ég hef nú þegar dáið nokkrum sinnum og aðeins ein hefur tekið eftir því. En líkt og allt annað þá vakna ég upp frá dauðum... einhvern tímann.

Draumar mínir eru tómir. Án innihalds, án tilfinninga, án raka. Mitt fyrirmyndarsjálf.

3 Comments:

Blogger Heiðar Ingvi said...

Vá, töff.

5:00 PM  
Blogger Eiður said...

Ég held að sólgleraugnamissirinn sé kominn út í öfgar.

6:22 PM  
Blogger Krizziuz said...

Its no haiku... en samt djúpt...

5:17 PM  

Post a Comment

<< Home