Fjandinn...
Ég velti fyrir mér upphafi heimsins. Hvað gerðist til þess að heimurinn tók upp pokann sinn, labbaði út úr dyrum einskis og ákvað að verða einhver? Ég get ímyndað mér hann, svona u.þ.b. 20 í útliti, skeggbrodda, ótrúlega teygjanlega mittisól (líklegast í kaki buxum) og ekkert smá bjartsýnn. Nema hann hafi verið hún. Allt sama á líklegast við nema skeggbroddarnir.
Er ég bjartur í dag? Svona eins og 30W pera í fullkomnu myrkri? Kannski er ég bara dofinn, dauður, dýrkaður af dádýrum og Dönum. Ég anda inn, anda út, skapa eitt sér lífkerfi í hverjum andadrætti sem er einungis ætlað mér og engum öðrum. En sniðugt hvernig heimurinn er alltaf á stanslausri ferð, hugsa bakteríurnar sem upplifa mesta lagi einn andadrátt sökum skammlífis. Þær nenna ekkert að velta þessu fyrir sér. Hvað ætli tíminn líði hratt hjá þegar maður er baktería? Svona, kannski á örskotsstundu. Kannski jafn lengi og mannsævi. Hvert einasta sekúndubrot yfirfullt af ótrúlegustu pælingum þeirra. Það ætti einhver að gera bíómynd sem heitir "Dagur í lífi bakteríu" sem endist rétt svo einn ramma eða svo. Það yrði ein velheppnaðasta stuttmynd fyrr og síðar.
Ég trúi á skarttengi. Sjónvarpið í hakki, ekki málið, skiptu á skarttengi, þá færðu að sjá lífið í lit en ekki eins og þú sért búinn að gleypa sýru. Skrýtið hvernig einföldustu hlutir geta komið í veg fyrir að hinir venjulegustu hlutir virki.
Ég vil temja tvær flær til þess að draga vagninn minn í vinnuna. Ef einhver skilur mig ekki þá er hægt að nálgast ástæðurnar hér. Það yrði kannski hægfara en það er aukaatriði.
Kannski ég skrifi eitthvað skiljanlegt seinna þó ég búist fastlega við því að því verði aldrei hrynt í framkvæmd. Ég er of svalur, þeir sem trúa mér ekki hafa aldrei séð uber-sólgleraugun mín.
Ég velti fyrir mér upphafi heimsins. Hvað gerðist til þess að heimurinn tók upp pokann sinn, labbaði út úr dyrum einskis og ákvað að verða einhver? Ég get ímyndað mér hann, svona u.þ.b. 20 í útliti, skeggbrodda, ótrúlega teygjanlega mittisól (líklegast í kaki buxum) og ekkert smá bjartsýnn. Nema hann hafi verið hún. Allt sama á líklegast við nema skeggbroddarnir.
Er ég bjartur í dag? Svona eins og 30W pera í fullkomnu myrkri? Kannski er ég bara dofinn, dauður, dýrkaður af dádýrum og Dönum. Ég anda inn, anda út, skapa eitt sér lífkerfi í hverjum andadrætti sem er einungis ætlað mér og engum öðrum. En sniðugt hvernig heimurinn er alltaf á stanslausri ferð, hugsa bakteríurnar sem upplifa mesta lagi einn andadrátt sökum skammlífis. Þær nenna ekkert að velta þessu fyrir sér. Hvað ætli tíminn líði hratt hjá þegar maður er baktería? Svona, kannski á örskotsstundu. Kannski jafn lengi og mannsævi. Hvert einasta sekúndubrot yfirfullt af ótrúlegustu pælingum þeirra. Það ætti einhver að gera bíómynd sem heitir "Dagur í lífi bakteríu" sem endist rétt svo einn ramma eða svo. Það yrði ein velheppnaðasta stuttmynd fyrr og síðar.
Ég trúi á skarttengi. Sjónvarpið í hakki, ekki málið, skiptu á skarttengi, þá færðu að sjá lífið í lit en ekki eins og þú sért búinn að gleypa sýru. Skrýtið hvernig einföldustu hlutir geta komið í veg fyrir að hinir venjulegustu hlutir virki.
Ég vil temja tvær flær til þess að draga vagninn minn í vinnuna. Ef einhver skilur mig ekki þá er hægt að nálgast ástæðurnar hér. Það yrði kannski hægfara en það er aukaatriði.
Kannski ég skrifi eitthvað skiljanlegt seinna þó ég búist fastlega við því að því verði aldrei hrynt í framkvæmd. Ég er of svalur, þeir sem trúa mér ekki hafa aldrei séð uber-sólgleraugun mín.
3 Comments:
Ef að heimurinn var hún þá gætu skeggbroddarnir skýrt hvers vegna hún var inní engu til að byrja með.
Ég hnegi mig djúpt í jörðu, auðmjúkur yfir þeirri visku sem skín í rökum þínum, meistari Eiður.
Sólgleraugun...þau eru ólýsanlega svöl!
Post a Comment
<< Home