Ímyndið ykkur að þið fljúgið líkt og fugl og fylgist með því sem gerist fyrir neðan ykkur. Myrkrið er að skella á, ljósastaurarnir eru byrjaðir að sveipa landslagið gervilegum ljóma stórborgarinnar. Þar sem þið fljúgið yfir úthverfin takið þið eftir einum myrkum fleti þar sem ljósin fylgjast ekki með. Árniðurinn drekkir hávaðanum frá bílum borgarinnar. Gras grær ásamt malbikinu. Í miðri ánni er svo eyja, full af grænum furutrjám sem teygja sig út. Það eru fáir á ferli, fáir sem njóta þeirrar fegurðar sem náttúran á. Og þar labbar einhver...
Í gráum, síðum frakka, grárri flís húfu, grænum, þykkum vettlingum, gallabuxum og fjallaskóm labba ég eftir göngustígnum í gegnum myrkrið. Þar sem þið fljúgið lægra og lægra sjáið þið einnig að ég er orðinn rauður í framan vegna kuldans. Sem betur fer er fuglinn sem þið ferðist með hálf-heyrnarlaus og þið neyðist því ekki að hlusta á mig syngja hástöfum. Auk þess kann hann enga ensku og myndi með öllum líkindum ekki geta útskýrt fyrir ykkur hvað ég væri að syngja. Og svona held ég áfram í gegnum náttmyrkrið, held áfram þar til ég er búinn að fá nóg, held áfram þar til ég get ekki sungið meira, held áfram þar til fætur mínir nenna ekki lengur að halda mér uppi, held áfram þar til ég er búinn að vefja mér í gegnum alla stíga dalsins. Svo sest ég hér fyrir framan tölvuna og segi ykkur frá því, ánægður fyrir að hafa loksins farið út.
En auðvitað vita allir að ég lýg að ykkur, því hingað til hef ég aldrei sagt neitt mikilvægt. Hingað til hefur þetta verið eitt stórt bull. Þess vegna þarf þetta ekki að vera satt, bara ímyndaður veruleiki sem er þess virði að virða fyrir sér.
En ég leyfi ykkur að ráða úr þessu. Ég bara bulla.
Í gráum, síðum frakka, grárri flís húfu, grænum, þykkum vettlingum, gallabuxum og fjallaskóm labba ég eftir göngustígnum í gegnum myrkrið. Þar sem þið fljúgið lægra og lægra sjáið þið einnig að ég er orðinn rauður í framan vegna kuldans. Sem betur fer er fuglinn sem þið ferðist með hálf-heyrnarlaus og þið neyðist því ekki að hlusta á mig syngja hástöfum. Auk þess kann hann enga ensku og myndi með öllum líkindum ekki geta útskýrt fyrir ykkur hvað ég væri að syngja. Og svona held ég áfram í gegnum náttmyrkrið, held áfram þar til ég er búinn að fá nóg, held áfram þar til ég get ekki sungið meira, held áfram þar til fætur mínir nenna ekki lengur að halda mér uppi, held áfram þar til ég er búinn að vefja mér í gegnum alla stíga dalsins. Svo sest ég hér fyrir framan tölvuna og segi ykkur frá því, ánægður fyrir að hafa loksins farið út.
En auðvitað vita allir að ég lýg að ykkur, því hingað til hef ég aldrei sagt neitt mikilvægt. Hingað til hefur þetta verið eitt stórt bull. Þess vegna þarf þetta ekki að vera satt, bara ímyndaður veruleiki sem er þess virði að virða fyrir sér.
En ég leyfi ykkur að ráða úr þessu. Ég bara bulla.
3 Comments:
Ekki gleyma sólgleraugunum, þú ert lítið án þeirra.
Nei. Ég get ekki ímyndað mér þig labba án geislaspilara og án þess að komast á leiðarenda.
Ég reyni að skrifa stutt en um leið og ég byrja þá get ég það ekki. Stjúpit djöflarnir fara illa með framkvæmdalausar hendur.
Post a Comment
<< Home