Ég var fyrst að koma heim í dag síðan í morgunn, þess vegna ekki búinn að skrifa neitt. Þannig tæknilega séð hef ég ekki misst einn dag úr... Ég skrifa bara tvisvar.
Um daginn skapaði ég mér það sem kallast á góðri íslensku alter-universe. Þar eru bleikir fílar hversdagslegur hlutur (ekki samt bleikir fýlar) enda eru þeir æðstu ráðamenn flugumferða fyrir fyrirtækið "Verið dálítið bleik í dag." Ég labba á hvolfi þar og tala við aðeins það fólk sem sést, annað fólk hverfur í bakgrunninn, verða grá. Stundum sé ég fólk sem sér mig bara sem grátt. Ég held einhvern veginn að allir lifi í sínum eigin alter-universe.
Á milli þess sem ég stari upp í himininn, sem af einhverri ástæðu er grænn, stari ég niður fyrir tærnar mínar sem eru brotnar upp í einingar, ferninga sem marka spor mín á jörðinni. Líkt og þessi för hafi verið sköpuð fyrir fótspor mín sem liggja þvers og kruss yfir miðborgarsvæði umheims míns. Ég velti stundum fyrir mér af hverju það er ekki með áhugaverðari lit heldur en grá-bláa harðneskju. Ég velti fyrir mér hvort verur undir jörðinni séu ekki að fylgjast með fótsporum mínum þar sem þau liggja taktfast eftir beinni línu frá stað A til B. B er flottari því hann er óreglulegur, líkt og allt sem maðurinn upplifar. Óhentugt að ímynda sér það á öðrum forsendum...
Ég leiddi aðra um sannleika málsins en ég áttaði mig á því að þau vildu ekki vita það. Það varðaði það ekki. Átti aðeins við í neiðarúrræðum, rétt áður en það deyr. Fyrir dauðann vill engin vita sannleikann, aðeins að vita að fólkið hafi rétt fyrir sér. Ég lýg því í staðinn og staðfesti ranghugmyndir þess á meðan ég brosi falskt, æft athæfi í speglinum.
Ég gleymi af hverju ég var hérna. Ég veit það ekki ennþá. Engin ætlar að styðja mig. Engin ætlar að segja mér hver ég er. Því er ég enginn. Ég hef gleymt því.
Um daginn skapaði ég mér það sem kallast á góðri íslensku alter-universe. Þar eru bleikir fílar hversdagslegur hlutur (ekki samt bleikir fýlar) enda eru þeir æðstu ráðamenn flugumferða fyrir fyrirtækið "Verið dálítið bleik í dag." Ég labba á hvolfi þar og tala við aðeins það fólk sem sést, annað fólk hverfur í bakgrunninn, verða grá. Stundum sé ég fólk sem sér mig bara sem grátt. Ég held einhvern veginn að allir lifi í sínum eigin alter-universe.
Á milli þess sem ég stari upp í himininn, sem af einhverri ástæðu er grænn, stari ég niður fyrir tærnar mínar sem eru brotnar upp í einingar, ferninga sem marka spor mín á jörðinni. Líkt og þessi för hafi verið sköpuð fyrir fótspor mín sem liggja þvers og kruss yfir miðborgarsvæði umheims míns. Ég velti stundum fyrir mér af hverju það er ekki með áhugaverðari lit heldur en grá-bláa harðneskju. Ég velti fyrir mér hvort verur undir jörðinni séu ekki að fylgjast með fótsporum mínum þar sem þau liggja taktfast eftir beinni línu frá stað A til B. B er flottari því hann er óreglulegur, líkt og allt sem maðurinn upplifar. Óhentugt að ímynda sér það á öðrum forsendum...
Ég leiddi aðra um sannleika málsins en ég áttaði mig á því að þau vildu ekki vita það. Það varðaði það ekki. Átti aðeins við í neiðarúrræðum, rétt áður en það deyr. Fyrir dauðann vill engin vita sannleikann, aðeins að vita að fólkið hafi rétt fyrir sér. Ég lýg því í staðinn og staðfesti ranghugmyndir þess á meðan ég brosi falskt, æft athæfi í speglinum.
Ég gleymi af hverju ég var hérna. Ég veit það ekki ennþá. Engin ætlar að styðja mig. Engin ætlar að segja mér hver ég er. Því er ég enginn. Ég hef gleymt því.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home