Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Saturday, June 17, 2006

Tölvan mín veit ekki hvers kyns ég er. Ég er hálf þakklátur fyrir það, ég veit ekki hvers vegna. Ég held að það sé vegna þess að ef hún vissi það myndi það þýða að það skipti máli og hvers vegna myndi kyn skipta máli fyrir tölvu? Þetta er góður dagur á glasi-er-hálf-tómt mælikvarða. Hann virðist líka bara verða betri. Ég er ánægður að engin hefur haft samband við mig, aðeins ég við aðra. Gefur mér ástæðu til að dasa og horfa á skýin hverfa á bakvið rauðan sjóndeildarhring.

af einhverri ástæðu er ég innramaður í bleiku á meðan aðrir eru í gulli og silfri. Ætli ég sé þá bleikur draumur í augum annara? Varla bleikur fíll, ég hef ekki ennþá skapað mér rana.

Gleði glaumur og gáttaðir foreldrar yfir hvernig krakkarnir haga sér á sykursjokki. Fjölskylduboð eru yndisleg.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home