Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Monday, June 12, 2006

Sígarettureykurinn lagðist yfir kaffihúsið líkt og aska úr Heklugosi. Fólkið dró andan dýpra, vegna skorts á súrefni eða hreinni ávanabundni nautn gat ég ekki sagt um. Þar sem ég sat við valta borðið mitt með tvöfaldan expressó brennheitan undir vitjum mínum lagðist lyktin ekki jafn hart að mér. Venjulegur laugardagur í óvenjulegri höfuðborg óttans, Reykjavík. Aldrei bjóst Ingólfur sonur Arna við því að nafnið myndi henta betur með tímanum. Það hefði liðið yfir venjulegan Dana ef hann hefði stigið hér inn en Íslendingar á sinni venjulegri drykkjuhelgi þoldu að það virtist allt, eitrið settist ekki í þeim því það var nú þegar hluti af þeim. Klukkan var ennþá bara 10:00. Þetta var allt bara rétt að byrja...

Svo komstu inn, dálítið ringluð, dálítið völt, klædd einhverju sem gat varla kallast það. Einhvers staðar hafðir þú fundið baðstrandarföt en ákveðið að það væri of mikið. Sumarið var komið í klæðnaðinn en veðrið sagði annað. Varaliturinn var dökk rósrauður en varirnar dökkbláar, sáust þar sem stúturinn hafði klínt varalitnum til. Ef augun hefðu getað ákveðið í hvaða átt þau ættu að beina þá hefði ég giskað á að þau væru ljós-blá í stíl við næstum-hvítt hárið. Einhvern tímann hafði fjölskylda litið á þig og séð aðeins útlitslegan kost þinn en nú, nokkrum árum seinna, var það eina sem þú hafðir líkt og deyjandi rós rétt fyrir vetur. Þú passaðir strax inn.

Furðuleg fannst mér samt vinkonan sem þú drógst inn með þér sem virtist eins og sakleysið upp-málað. Kastaníubrúnt hár, sleppt niður í endalausa, hrynjandi lokka, augabrýrnar í óvenju-símetrískum bogum yfir dökk-brún augun, brostin af sakleysi, að það virtist. Klædd eftir veðri, gekk um í hálf-síðum frakka, dökkum, síðum kjól sem náði niður að öklunum. Ég tók eftir að ég var ekki sá eini sem sýndi undrun og aðdáun, enda óvenjulegt að eitthvað væri falið undir fötum nema það allra heilagasta, að það virtist, og stundum ekki einu sinni það. Ég varð heillaður, líkt og aðrir.

Þú tókst skref áfram, settist að borði vinkonu þinnar sem nú þegar var komin með bjór í hönd en þú virtist ekki einu sinni langa í nokkuð. Smám saman gægðust augnagotur frá óteljandi hornum skugga og horna, hver eftir aðra að leita að boðun til þín. Ég viðurkenni, að ég sjálfur sá mig fyrir í anda þar sem ég kom og sast niður, beint fyrir framan þig og starði í hálfkæringi í dökk-brún augun og heillaði þitt saklausa andlit með glettnu brosi. Seyðandi augngoturnar þínar litu í kringum sig og alls staðar brutust út bros í myrkrinu, sum glottandi, sum vongóð, sum í fullri einlægni sem gat ekki þýtt neitt nema svik. Og því meira sem þú færðir augun ótt og títt yfir alla varð seyðurinn magnaðri. En það var þá sem ég áttaði mig...

...því þú varst bókstaflega máluð sakleysi. Hver lína, hver minimalísk stroka yfir andlitið var fullkomlega fyrirfram ákveðið. Hárið var útpælt, stolið úr draumaverksmiðju bíómynda, dressið úr dauðum áratug og augngoturnar beint úr bókum tilhugalífsins. Þar sem sálin sýndi sig í gegnum fyrirfram ákveðna tíðni augngotunnar sást köld rökhugsun, fyrirfram ákveðin tilætlun um að vekja upp öfund og aðdáun allra en ekki gangast neinni freistingu á hönd sjálf. Þetta var hefnd, upprisa og sjálfselska allt rúllað saman.

Þar sem þú sast hjá þessum úthugsaða daðrara sá ég þig í öðru ljósi þó ekkert meira heldur en hálfdimmda kaffi-bars ljósinu, því jafnvel þótt þú værir engin engill þá varstu hálfu skárri en sú sem þú taldir vin. Þú vissir hver þú varst og hvað þú vildir meðan vinkonan vildi ekkert nema skella afskræmdri ranghugmynd sinni á aðra. Þú sýndir þitt rétta andlit en vinkonan var ein gríma. Verst að mér var mein-illa við báðar þessar ímyndir...



*Allar persónur er fullkominn uppspuni höfundar, dreginn úr hugarfylgsnum hans og kynnum, allur réttur áskilinn.

3 Comments:

Blogger Eiður said...

Svona er einmitt lif mitt, mjog...svarthvitt, 50's og art deco.

11:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ofur svarthvítt og töff ;)

Flottur á því, kallinn..

3:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Afbragðs frásögn, lifandi stíll og skemmtilegt myndmál. Verður samt að gæta að stafsetningu og beygingum.
Leiðrétting: Faðir Ingólfs hét Örn.

6:01 AM  

Post a Comment

<< Home