Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Wednesday, June 07, 2006

Ég gleymdi mér rétt á meðan þú komst við og sagðir að þú hafðir í raun engan áhuga á því að deila um hvort heimurinn væri blár eða grænn. Í þínum augum var heimurinn aðallega grár, uppfullur af svörtum og hvítum hugmyndum. Í raun töluðum við um sömu hlutina á okkar hátt. Við endum bæði í bláum blues.

Ég nefndi þig aldrei á nafn til þess að koma í veg fyrir misskilning því ég veit ekki ennþá hvort þú heitir eitthvað. Ég hef heyrt orðróm að nafn þitt beri sterkan svip af landinu, landvættunum eða landslaginu en ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir á mælikvarða útlendinga. Ég er viss um að þú vitir ekki einu sinni sjálf hvert nafnið þitt er, þú hefur aðeins hugmynd um það, grafið í undirmeðvitundinni. Ég áttaði mig á því hversu tvíræð við erum öll í samskiptum okkar því hver veit hvort að það sem við hugsum og segjum sé það sama. Misskilningur okkar margfaldast svo með hverjum manni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home