Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Wednesday, June 07, 2006

Af hverju geta ekki fleiri verið eins og þú.

"Góðan daginn."

"Góðan daginn."

"Já, ætlar þú að fá þessar bækur lánaðar?"

"Uh, já, má ég taka svona margar bækur að láni?" Skeptísk, brosandi, óviss.

"Já já, ekkert mál. Þú mátt taka alveg 30 bækur og mér sýnist þetta ekki vera svo margar." Brosandi.

"Eina sem er hægt að gera í þessu veðri, lesa." Lítur út um gluggann.

"Jú, mikið rétt." Þögn. Glottandi: "Bara að njóta vonda veðursins."

Brosandi til baka. "Jú, mikið rétt."

Mér langar til að segja eitthvað sniðugt um bókavalið því eina sem þú tókst voru bækur um kvikmyndagerð. Mig langar til að segja að ég muni bíða eftir frumburðinum. Mér finnst það vera of nærgöngult.

Þess vegna þegi ég, þakka fyrir og brosi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home