Morgunsárið opnaðist fyrir mér af himnum, smá dropar sem vættu hár mitt. Steig upp í bílinn sem virtist vera hærri en venjulega, tók fram stigann og klifraði upp. Það var hvasst. Á meðan lagði ég af stað og raddir drundu í höfðinu sem ég reyndi að hrekja í burtu með Debussy. Fiðrildi klesstu á rúðuna hjá mér og sköpuðu ljósbláa himnu yfir henni. Það birti. Úti á landi drundu stáldýrin yfir auðnina á milli óljósra marka náttúru og menningar. Ég lagði landamærin með ljósastaurunum. Barnavagnar með vælandi bókum ruddust framhjá með foreldrana á hælunum. Settust að í hrauninu og mosanum. Eitthvað tengt náttúruvernd en ég hlustaði ekki. Lokaði eyrunum með því að fella þau saman. Það rifjuðust upp tjaldferðir með gömlum vinum og eldri trjám.
Ég kleif útúr bílnum, klifraði aftur upp og settist við stýrið. Engar raddir lengur. Óreglulegur blús lagði eyrun mín á flótta. Hvarf inn í innri meðvitund þar sem undirmeðvitundin hýrir sig nálægt gömlum eldglæðum minninganna. Meðvitaður um að ég væri geðveikur út af engri sérstakri ástæðu. Ég er mennskur, þarf eitthvað meira? Ég flaut áfram. Datt á milli ljósastaura, ljóskastara og mis-áhugasömum andlitum lítandi út í framandleika fortíðarinnar. Hver gat lifað hér? Amma mín gerði það, lang-amma mín einnig.
Og þegar ég kom tilbaka var allt öfugsnúið, ég steig upp úr sætinu mínu, sárið dró sig saman, engar raddir, engin Debussy. Ég horfði á fugl ráðast á kött nágrannans, kötturinn flúði. Á meðan sat fuglinn um hann, skapaði ný sár og opnaði önnur. Ég held að fuglinn hafi sleppt ormum fyrir ungana enda nóg að bíta og brenna.
Ég dró djöfulinn minn upp í rúm, bað hann um að bíða, bað hann um að gleyma og grafa gærdeginum. Djöfullinn lofaði en hélt engu og eftir örskotsstund hafði mér tekist að rifja upp eða niður meirihlutann af gærkvöldmatnum. Lá í móki. Stundi um stund. Sofnaði.
Dreymdi óhugnanlega óraunverulega ketti sem allir héngu á skottinu á meðan fuglar völdu sér læri og kvið. Útimarkaður í garðinum fyrir framan gluggann minn.
Vaknaði og leið betur. Ég náði mér niður á gærdeginum.
Ég kleif útúr bílnum, klifraði aftur upp og settist við stýrið. Engar raddir lengur. Óreglulegur blús lagði eyrun mín á flótta. Hvarf inn í innri meðvitund þar sem undirmeðvitundin hýrir sig nálægt gömlum eldglæðum minninganna. Meðvitaður um að ég væri geðveikur út af engri sérstakri ástæðu. Ég er mennskur, þarf eitthvað meira? Ég flaut áfram. Datt á milli ljósastaura, ljóskastara og mis-áhugasömum andlitum lítandi út í framandleika fortíðarinnar. Hver gat lifað hér? Amma mín gerði það, lang-amma mín einnig.
Og þegar ég kom tilbaka var allt öfugsnúið, ég steig upp úr sætinu mínu, sárið dró sig saman, engar raddir, engin Debussy. Ég horfði á fugl ráðast á kött nágrannans, kötturinn flúði. Á meðan sat fuglinn um hann, skapaði ný sár og opnaði önnur. Ég held að fuglinn hafi sleppt ormum fyrir ungana enda nóg að bíta og brenna.
Ég dró djöfulinn minn upp í rúm, bað hann um að bíða, bað hann um að gleyma og grafa gærdeginum. Djöfullinn lofaði en hélt engu og eftir örskotsstund hafði mér tekist að rifja upp eða niður meirihlutann af gærkvöldmatnum. Lá í móki. Stundi um stund. Sofnaði.
Dreymdi óhugnanlega óraunverulega ketti sem allir héngu á skottinu á meðan fuglar völdu sér læri og kvið. Útimarkaður í garðinum fyrir framan gluggann minn.
Vaknaði og leið betur. Ég náði mér niður á gærdeginum.
2 Comments:
Þannig að þú veiktist eftir að hafa borðað ketti í kvöldmat sem svo ásóttu þig í draumi. Er samviskan kannski í maganum?
Ekki lengur...
Post a Comment
<< Home