Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Saturday, March 04, 2006

Sum orð virðast aldrei virka jafn vel og ég vildi. Ég reyni að koma þeim á blað. Þau aðeins líða upp á milli strikanna sem ég skil eftir. Ég reyni að grípa þau. Kannski þau munu skilja seinna meir mikilvægi þess að sitja á sama stað á milli þess sem ég skapa og þess sem þau þýða, jafnvel þótt að þau þýði ekki neitt þar sem þau standa sjálfkrafa á milli vitundar og þess sem er. Ég vil ekki hugsa út í að þau eru raunverulegar verur. Aðeins hluti af því sem tilheyrir öllu og öllum. Ég orða þau aðeins öðruvísi eftir nokkur ár, líkt og heimurinn muni falla um sjálft sig að l0kum. Veit einhver hvar við erum stödd á milli þess sem aldrei varð og verður aldrei upplifað upp á nýtt.

Ég trúi á allt sem ég hef gert hingað til. Jafnvel þó það aðeins liggi í vitund minni, stundum á milli vöku og draums. Ég ætlaði mér aldrei til þess að útskýra mínar eigin hugsanir nema fyrir sjálfum mér. Og ég ætlaðist aldrei til þess að allt yrði eins og það var áður. Bara að það myndi mynda fullkomna ímynd af ófullkomleika alls þess sem ég hef skapað ásamt heiminum. Ég skil það eftir fyrir aðra að dæma um réttmæti þess að það varð til.

Bilið á milli þess sem ég sagði og mun aldrei segja aftur. Ég skapaði það sérstaklega fyrir þig og aðra sem eiga leið framhjá upplifun minni og minni. Ég minnist þess að engin hefur áður haft áhuga á því sem ég hef skrifað niður. Ég velti fyrir mér hvort það hafi áhuga yfir höfuð. Og allt það liggur á milli þess sem ég skrifaði og skrifaði aldrei.

Ég vissi að ég byrjaði á því að segja öðrum fyrir verkum. Það byrjaði þar að ég varð ég. Um leið og ég tek afstöðu til þess sem aðrir gera er ég þá ekki meðvitaður um mína eigin hegðun? Tel ég mig vera yfir aðra hafin án réttmæti þess að áætla um yfirmátt minn? Ég skil það eftir í bilinu...

Og skil það eftir fyrir aðra til að dæma...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home