Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Monday, March 13, 2006

Ég neita að vera eins og ég hef alltaf verið. Það er leiðinlegt. Ég ætla að vakna á morgun, verða sítróna, slappa af í gini, lesa aðeins meira í Hitchhikers Guide to the Galaxy og vona að sólin rísi úr norðri, bara svona til að koma mér á óvart. Reyndar er ég kominn með samkomulag við hana, náði góðum díl. Hún heldur áfram að rísa...

Ég er þreyttur á þessu. Ég veit ekki alveg hvað það er en það þreytir mig gífurlega. Svona eins og að hafa verið vakandi í 72 tíma á koffíni einu saman og það er að hverfa út úr kerfinu smám saman. En byrjum á byrjuninni.

Í upphafinu var ég og ég er helvíti flottur. Síðan fann ég út að það voru fleirri til í heiminum og hvert sem ég leit voru aðrir sem gátu gert allt miklu betra heldur en ég. Ég var ónauðsynlegur og ákvað að hverfa af yfirborði jarðar með smá húð af jakuxa og hári af fíl. Jakuxinn vildi lítið með mig hafa og fíllinn trampaði mig niður. Það kom dálítið flatt á mér. Vitið, ég held að ég hafi horft aðeins of mikið á Danger Mouse, sem svo skemmtilega vill til er stytt DM. Fyrir þá sem ekki skilja hvað er sniðugt við það þá óska ég ykkur til hamingju, færi ykkur blóðfórnir á næsta þingi Heimdællinga og bið ykkur um að sleppa því að spyrja á kommentinu hvað ég meinti.

Seinast þegar ég leit í spegil fannst mér ég vera sniðugur. Svona eins og Braindead er grínmynd. Annars ekkert meira að segja, þið vitið hvað á að gera.

1 Comments:

Blogger Eiður said...

Jeemmmm... ahaaammm... ræríræ...

jájá...

Soooooooo... hvað með DM? Þakka blóðfórnina en mér þykir Heimdallshlutinn vafasamur.

6:21 PM  

Post a Comment

<< Home