Kaffi. Ég hugsaði mér alltaf að ég myndi á endanum taka hið stóra skref og ganga á meðal manna og njóta kaffis. Þar sem ég myndi taka fram einn rjúkandi kaffibolla, rétt dreypa á því milli munnvikanna og njóta bragðsins, líta fjarrænt upp í himininn á meðan ég hugleiddi heiminn og vandamál hans. Ég gat séð mig í anda, sitjandi á kaffihúsi, hlustandi á rólega tónlist, umvafinn ilm neyslunnar, fullkomlega sáttur við mitt hlutskipti sem aðnjótanda heimsmenningarinnar. Kaffi var mín trú, var minn hornsteinn áður en ég náði aldri til þess að njóta þess.
Kannski voru það þessi fyrirfram ákveðnu hugmyndir um ágæti kaffis sem gerði það að verkum að ég naut þess strax, frá fyrsta alvöru kaffibolla til þess næsta. Þar sem ég skelf af koffín neyslunni þá dettur mér aðeins í hug kostir þess að titra þar sem ég dreypti á guðaveigunum til þess að finna fyrir því.
Kannski voru það þessi fyrirfram ákveðnu hugmyndir um ágæti kaffis sem gerði það að verkum að ég naut þess strax, frá fyrsta alvöru kaffibolla til þess næsta. Þar sem ég skelf af koffín neyslunni þá dettur mér aðeins í hug kostir þess að titra þar sem ég dreypti á guðaveigunum til þess að finna fyrir því.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home