Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Thursday, February 16, 2006

Alveg ótrúlegt hvað maður getur lært um fólk.

Hvað sem því líður þá er þetta frábær dagur. Kannski. Ég er ekki búinn að spyrja hann, hann virtist vera fínn. Kammó... Snjórinn var bara svona djók hjá honum, henti honum út á hraðbraut yfir himininn og sagði: “Smá vetur...? ha, nei nei ekki málið. Ég var að borða.” Þeir sem sáu þetta ekki eru lygarar.

Ætli það sé hægt að trúa á trúð? Segjum sem svo að einhver trúður í Bandaríkjunum mundi koma með kult, trúðkirkjuna, gæti maður tekið hann alvarlega. Kannski mundi maður mæta í messu bara svona til að upplifa það. Ég er vissum að hann myndi juggla. Þegar fólk myndi koma til að fá sakramentið þá væri hann að juggla með einni hendi og svo skvetta á mann með blómi með hinni hendinni. Svo yrði raulað lög eins og “The Entertainer” og... annað... trúðalegt.

Ef einhver myndi bara skilja eftir sig myndir, hvað yrði þá hægt að segja um hann? Ein mynd á ári eða svo. Ætli það væri hægt að vita allt um hann þannig? Ok (íslenska) kannski ekki allt en svona í grófum dráttum vitað hver hann væri. Kannski ef myndirnar væru rétt valdar. Ég held að svona defæníng piktjör af mér væri myndin af mér þegar ég varð 61, ásamt allri fjölskyldu minni (Ég, hundur nágranans og 45 kettirnir sem ég á), kominn með skallablett, brosandi út að eyrum í peysu sem ég átti þegar ég var 20 (þeir sem muna eftir Kanada peysunni minni), útvíðum kaki buxum sem voru keyptar á útsölu í landinu Smáralind (fallíska undrinu). Já, ég held að það útskýri mig alveg hreint.

Ég er vinsæll. Klukkan er að nálgast miðnætti og það eru allir að hringja í mig... ok, margir... ok, tveir. Hjá mér er það vinsældir!

Takk Atli fyrir Arcade Fire, er að fíla diskinn. Hlusta á hann meðan ég er að skrifa.

Ég er ekki búinn að skrifa neitt lengi. Ég vildi að ég væri penni, skrifa allan daginn. Svona u.þ.b. Kannski eitthvað meira. Ég ætla að gera eitthvað sniðugt en ég gleymi því alltaf. Ég er alltaf á leiðinni að gera eitthvað sniðugt þar til ég þarf að gera það eða gleymi því. Kannski ég gleymdi því hvað þetta var ofboðslega lélegt og finnst þess vegna að þetta sé ofboðslega sniðugt núna. Ég held að ég ætti að hætta. Kannski átti ég að hætta þarna. Eða hérna. Nei.... ok... rétt bráðum... nnnnnnnnúúúúúúúúúúúúúúúnnnnnnnnnnaaaaaaaahahahahahaahhhahhh

Ég er ekki hættur, bara hættur hinu. Eða þessu. Kannski engu. Þetta er samt eitthvað. Hver er munurinn?

Jaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrmmmmmmm.... ég held að kindur séu ógeðslega kúl. Þær eru alltaf eins og þeim sé alveg sama þegar þær eru að tyggja, sýna allar tennurnar, hreyfa kjálkana í hring, mjög flottir. Ég vil fá rollu hárgreiðslu, tyggja eins og þær og jarma. Jaaaaaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrmmmmmmm...

4 Comments:

Blogger Eiður said...

Ertu að segja að Kanadapeysan sé ekki lengur í fullu fjöri?!!

6:32 AM  
Blogger Eiður said...

Af hverju fæ ég á tilfinninguna að Stebbi sé alltaf að endurtaka sig?

7:42 PM  
Blogger Kristinn said...

Ég er að meina að Kanadapeysan mun lifa okkur alla af!
...og hann Stebbi er ein stór endurtekning

6:58 PM  
Blogger Atli Sig said...

Núna er ég manneskja sem þú elskar.

6:11 PM  

Post a Comment

<< Home