Ah... skoða gamlar myndir. Indland, þeir sem muna eftir því. Góðar minningar. Hvað ég hataði allt fólkið. Hvað allur maturinn smakkaðist af óskilgreindu kryddi. Vonda snakkið með tannkrems + chillibragðinu. Veikindi í Varanasi. >andvarp<... MEMORIEEEEES!
Anyway, smá nostalgía í gangi. Er annars hægt að kalla eitthvað fortíðarþrá (nostalgíu) ef það er aðeins hálfs til eins árs gamlar minningar? Bara velta þessu fyrir mér.
Ég gerði ekki neitt. Allt í allt, mjög stoltur af sjálfum mér. Ég fengi orðu letingjans fyrir daginn í dag ef einhver myndi nenna að gefa þau.
Er ekki yndislegt að hugsa, tala og skrifa í stykkorðum? Allt verður svo sundurlaust og samhengislaust að maður týnir sér í óútreiknanlegum skírskotunum hugsana manns sem bylgjast yfir innantómu heilabúinu. Reynið að segja þessa setningu hratt! Ha! Flott. Ég skil hana nær því ekki sjálfur. Ég er dálítið stoltur. Vá... ég er bestur.
Hvað sem því líður. Var að horfa á Before Sunset aftur. Ég elska þessa mynd. Alveg frábært að horfa á tvo einstaklinga halda uppi samræðum sem aðeins í villtustu draumum mínum get ég haldið uppi af eigin rammleik. Þessi ídealísku samskiptum við hitt kynið. Fræðilegt, yfirborðslegt, hæðið og fyndið, djúpt en um ekkert. Allt sem maður vill á þeim stutta tíma sem maður eyðir með einhverjum. Ég get ímyndað mér frumdrögin af myndinni: "Tvær manneskjur sem geta talað tæpitungulaust við hvort annað." Svo eftir 3 ár tekst honum að ljúka handritinu og þar með samtölunum því það er ómögulegt að geta snert á jafn mörgum ólíkum og áhugaverðum málefnum með einni manneskju án þess að lenda á vegg. Ég held það að minnsta kosti.
Mém þá er þetta aðeins færsla ætluð fólki sem getur lesið... ókey? Komið á hreint? Fínt!
Blíðum böndum leyst
orðum vara þeyst
Anyway, smá nostalgía í gangi. Er annars hægt að kalla eitthvað fortíðarþrá (nostalgíu) ef það er aðeins hálfs til eins árs gamlar minningar? Bara velta þessu fyrir mér.
Ég gerði ekki neitt. Allt í allt, mjög stoltur af sjálfum mér. Ég fengi orðu letingjans fyrir daginn í dag ef einhver myndi nenna að gefa þau.
Er ekki yndislegt að hugsa, tala og skrifa í stykkorðum? Allt verður svo sundurlaust og samhengislaust að maður týnir sér í óútreiknanlegum skírskotunum hugsana manns sem bylgjast yfir innantómu heilabúinu. Reynið að segja þessa setningu hratt! Ha! Flott. Ég skil hana nær því ekki sjálfur. Ég er dálítið stoltur. Vá... ég er bestur.
Hvað sem því líður. Var að horfa á Before Sunset aftur. Ég elska þessa mynd. Alveg frábært að horfa á tvo einstaklinga halda uppi samræðum sem aðeins í villtustu draumum mínum get ég haldið uppi af eigin rammleik. Þessi ídealísku samskiptum við hitt kynið. Fræðilegt, yfirborðslegt, hæðið og fyndið, djúpt en um ekkert. Allt sem maður vill á þeim stutta tíma sem maður eyðir með einhverjum. Ég get ímyndað mér frumdrögin af myndinni: "Tvær manneskjur sem geta talað tæpitungulaust við hvort annað." Svo eftir 3 ár tekst honum að ljúka handritinu og þar með samtölunum því það er ómögulegt að geta snert á jafn mörgum ólíkum og áhugaverðum málefnum með einni manneskju án þess að lenda á vegg. Ég held það að minnsta kosti.
Mém þá er þetta aðeins færsla ætluð fólki sem getur lesið... ókey? Komið á hreint? Fínt!
Blíðum böndum leyst
orðum vara þeyst
3 Comments:
Mér skilst að Before Sunrise/Sunset séu undir miklum áhrifum mynda franska leikstjórans Eric Rohmer. Það fást einmitt nokkrar mynda hans í Laugarásvídjó. Við ættum kannski að leigja okkur e-a þeirra á næstunni?
Latari en ég? heh, held ekki.
Lýst vel á að horfa á einhverja mynd sem er í anda Before Sunrise/Sunset. Til hvenær sem er!
Post a Comment
<< Home