Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Friday, November 25, 2005


Lota 2 í bulli. Nú hef ég Sufjan Stevens til að halda mér við efnið.
Svona í anda þess sem áður fór þá ákvað ég að bæta öðrum ketti við, eins og þið sjáið. Þessi er jafnvel ennþá sætari. Ég á erfitt með að trúa því að eitthvað svona skrípi gæti fæðst. En þetta bros bætir upp allt, ef bros má kalla.

Ég ætti að læra, en hver ætti ekki að vera að gera eitthvað gáfulegt í staðinn fyrir að líta í smáatriði í lífi annarra líkt og þið gerið með því að lesa þetta bull. Ekki misskilja mig, takk fyrir að eyða tíma ykkar í þetta, ég er mjög þakklátur, ekki búast við neinni greiðslu samt sem áður. Ég er búinn að kaupa mér vini, ég þarf varla að kaupa mér fólk sem les um líf mitt.

Ég skildi eftir skilaboð hjá vinkonu minni, hún náði ekki að það var ég. Mjög ánægjulegt, ég er það ósýnilegur að fólk veit ekki einu sinni hver ég er, jafnvel þeir sem þekkja mig. Ég er ofurlítið sár. Bara ofurlítið... þetta eru ekki tár á lyklaborðinu mínu... Sniff...

Ég ætla að lifa fallegu lífi. Fallegra en því sem ég hef lifað hingað til. Ómögulegt, þið segið, vitandi að ég er ekki lengur smábarn sem getur komist upp með það að æla, ropa og skíta á mig og samt talinn vera fallegasti engill þessarar veraldar. Þess vegna ætla ég að bæta mig í að koma með hvolpaaugu, falleg barnahljóð og raddarmisnotkun af öðrum toga. Ég held ég verði vinsæll.

Sufjan er snillingur! Þeir sem ekki vita hver maðurinn er þá er hægt að vita allt um hann á www.allmusic.com, býst ég við. Ef ekki þá er hægt að nálgast það einhvers staðar annars staðar. Netið er þeim eiginleikum byggt, fyrir þá sem eru að upplifa þessa nýjung í fyrsta sinn (Fólk úti á landi, sveitapakk, krakkar og aðrir ómevitaðir einstaklingar um hið stærra samfélag heimsmenningarinnar), að allt er hægt að finna, alveg sama hversu ógeðslegt, ánægjulegt, upplífgandi eða sorglegt það er og allt þar á milli, á netinu. Hvort það sé satt, rétt eða rökrétt er allt annað mál.

Afsakið greinina fyrir ofan. Ég meinti ekkert með því að setja krakka með hinum hlutanum vel vitandi að þeir geta ekkert af þessu gert (krakkarnir, þe.a.s.).

Þeir sem trúa því að ég meini eitthvað af því sem ég segi eiga að tileinka sér hugtak í nútímanum sem kallast kaldhæðni, stundum kallað írónía á útlenskri vísu. Þar sem ég er enginn hugtakasérfræðingur vil ég líka taka fram að tvö frekar lík hugtök sem ég hef aldrei náð að greina úr eru til á ensku sem ná yfir þessi hugtök, irony og sarcasm. Ég held að ég eigi við sarcasm í þessu tilfelli. Skiptir engu... búinn að tékka aðeins á þessu. Þetta fyrir ofan virðist ekki tilheyra öðru hvoru, hvað er svona lagað kallað? Háð?

Ég elska internetið hjá mér! Þráðlaust og vitlaust. Það virkar stundum ekki og ástæðan er mér hulinn ráðgáta. Þeir sem kunna á þessi tæki eru vinsamlegast beðin um að vinna hjá símanum í internet deildinni svo þetta geti komist í lag. Gerið það, ekki reyna að koma með útskýringar, ég vil að þetta virki gad dem itt! Ég er viðskiptavinur og ég hef rétt fyrir mér. Æm a konsúmer hor.

Það komið á hreint. Ég þarf að borða eitthvað. Ætti að borða eitthvað. En hvað. Veit ekki.

Vá, næst þegar ég ætla að skrifa ætla ég að velja mér einhvern aðeins styttri disk. þetta er orðið endalaust kjaftæði nú þegar og ég er rétt hálfnaður með diskinn. Ok, ef einhver les þessa síðu þá endilega segja mér hvort ég átti að hætta núna eða hvort það var rétt hjá mér að halda áfram.

Blúblablíbleblóblubloblá. Þetta byrjar vel.

Ég ætla mér að finna út jöfnu sem finnur út hlutfallslega leti námsmanna og fjölda verkefna sem þeir þurfa að skila innan við: a) önnina b) mánaðarins og c) vikunnar. Ég er viss um að ég geti fengið graf sem er fullkomin kúrfa sem fer stighækkandi eftir fjölda verkefnum þar til vissu hámarki er náð þar sem fullkomin hræðsla tekur völdin og verkefnin eru kláruð á mettíma með sem minnst vangaveltum um hvort verkefnið sé rétt eða rökrétt.

Er munur á því sem er rökrétt og rétt? Það sem er rökrétt þarf ekki endilega að vera rétt er það nokkuð? Geta órökréttir hlutir verið réttir? Spurning...

...Ákvað að drepa tímann á annan hátt. dæmi um íróníu: http://blogs.triplespublishing.com/macsobel/archives/2003_11.html neðri greinin.

Ræð ekki við mig
hvað um þig?

4 Comments:

Blogger Eiður said...

Ok....ok... nei þtta er ekki of langt og nei þetta er ekki allt rangt hjá þér, EN, viðskiptavinurinn hefur EKKI alltaf rétt fyrir sér

2:30 PM  
Blogger Kristinn said...

Jú, víst! Ef viðskiptavinurinn er ÉG þá hefur hann alltaf rétt fyrir sér

7:25 PM  
Blogger Atli Sig said...

Hey...vá...shit...þú...að...blogga?

Þetta er geðveikislega unaðslegt blogg hjá þér minn kæri vinur og vona ég að þú haldir áfram á þessarri braut um aldir alda!

1:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hi there. I see you posted a link to my old blog. I was curious what that entry was about. I sadly don't read Icelandic and can't find a decent translator. Can you read English? I think my post is ironic too, whatever it was...

8:29 AM  

Post a Comment

<< Home