Óraunverulegt

I love people. I love my family, my children . . . but inside myself is a place where I live all alone and that's where you renew your springs that never dry up. - Pearl S. Buck

Name:
Location: Reykjavik, Iceland

Eg er eg. Ooh, eg held ad eg aetti ad vera heimspekingur

Wednesday, November 23, 2005


Fjandinn, hef ekkert að gera... (utan fyrir að gera það sem ég þarf og á að gera). Með öðrum orðum, ekkert.
Hérna sjáið þið mynd af uppáhalds kettinum mínum. Ástæðan er augljós. Sérð mynd af þessu kvikindi einu sinni og þú ert brosandi næstu mínútuna.

Leyfi Lisu Ekdahl að syngja í bakgrunninum. Ég er búinn að vera í fíling fyrir smá Blús, Djass... einhverju rólegu og niðurdrepandi. Gott fyrir sálina, vona ég.

Mig langar á útgáfutónleika í kvöld. Svona hálfgert þekki einn hljómsveitarmanna. Ætti að vera áhugavert.
Þessi köttur er snilld!
Er einhver búinn að sjá Serenity? Er það? Allt í lagi, ekki segja mér, ég á eftir að sjá hana. Er hún góð? Nú? Allt í lagi. Fer á hana.

Ég held að ég haldi áfram að skrifa um eitthvað og ekkert þangað til að Back to Earth er búinn að klára einn snúning. Eina sveiflu. Einn umgang, jú neim itt. Samt hef ég ekkert að segja, bara eins gott í rauninni. Menn eins og ég ættu ekki að tala mikið, samt geri ég það, úr hófi. Þannig er ég, býst ég við.
Ah, já. Ef einhverjir tölvuleikjafíklar frá helvíti hafa prufað u.þ.b. alla leiki í þessari vetrarbraut og suma á jörðu þá er hér einn annar til að bæta í safnið yfir obscure leiki sem þið hafið skemmt ykkur yfir í svona mínútu. Það er nóg, held ég. Vel gert samt.
Linkurinn er: http://joe.simnet.is/spitfire.html Mæli eindregið með honum... gott að pirrast yfir einhverju, kemur hjartslættinum í lag.

Mér líður yfirskilvitslega hlutlaust núna. Ekkert. Dálítið gaman. Samt ekki. Þetta er eins og að taka hlutleysi, bæta ofan á smá efasemdir um sitt eigið ágæti, hlutleysi þar ofaná, smá aðgerðarleysi og svo hlutleysi þar ofaná, berið fram meðan kalt er, með drykk, whatever (mæli með einhverju sem hefur koffín í því, ekkert bætir bragðleysi hlutleysisins líkt og einn sterkur kaffibolli eða 2.l af Kóki) helst á sem lengstum tíma með stórum bitum.

Ég vakti alla seinustu nóttina. Horfði á fjórar myndir og tók ekki eftir hvernig tímanum leið. Svaf því ekkert, fór beint í skólann með smá stoppi á Subway. Ég fer aldrei á Subway. Mér leið eins og í útlöndum.

Það er eitt sem útlönd eiga, þú gerir hluti sem þú myndir venjulega ekki gera, t.d. að borða á McDonald's. Þú borðar þar ekki dags daglega nema þú ert í landi þar sem chilli er borðaður sem snakk og bragðlaukar eru taldir vera lúxus sem enginn vill. Eftir nokkur skipti á velvöldum veitingastöðum heimamanna og nokkrum vel skipulögðum klósettferðum 10 sinnum á dag þá lítur McDonald's út eins og himnaríki fyrir bragðlauka og viðkvæma maga. Fyndið að það skyldi vera klósettsafn í einu landinu (Tælandi, ef ég man rétt), líklegast lokaður útlendingum vegna ofnotkunnar og mengunnaráhrifa.

Er ekki gott að segja bara eitthvað? Ég býst ekki við að neinn nenni að lesa svona langt, ég veit að ég mundi ekki nenna því! Til hamingju, ef þú hefur lesið allt! Ef ekki, þá fyrirgef ég þér, eins lengi og þú sendir mér smá umbun fyrir erfiðið sem átti að veita þér innblæstri og upplifun engri líkri. Svona 1000 kr. ætti að vera nóg.

Ætli heimurinn endi ef maður hversdagslega lýsir yfir ónægju sinni yfir guði, eða verður maður að koma með opinber mótmælenda spjöld, 10.000 þátttakenndur á Austurvelli eða fleirri og nokkrar vel útpæld slagorð líkt og: "Guð, hef ekki séð'an síðan seinasta sunnudag, 3.bill.+ árum síðan." "OK, epli=vont, hlusta á snáka=vont, reykja skrítna grasið=slæmt, býst ég við, en nóg er nóg, ég vil fara heim." "Í upphafi var orðið og orðið var: Gerð'eitthvað!" Nei? Ekki? Hvern hefði grunað Gvendólínu og Guðberg fyrir þvílíkar fýsnir!

Ég kláraði ritgerð um Don Kíkóta fyrir stuttu. Veit ekki hvernig mér gekk. Hef á tilfinningunni að ég fái fyrsta fall mitt á önninni... vonandi ekki. Væri frekar slæmt, þið sjáið að maður með jafn fjörugt ímyndunnarafl og ég á framtíðina fyrir sér... í dagdraumum. Ég sé það fyrir mér í Mogganum: Starfstilboð-Dagdreymir, kem með skrítnar, stundum fyndnar hugmyndir... kann lítið að stafsetja. Einhver sem vill mig? og ég fæ heilann helling af póstkortum frá fólki á Benidorm sem stendur á eitthvað eins og: Ég á pening, ekki þú! HAHAHAHAHAHA! og "Ok, sól, sumar, gellur, strönd og tequila: ímyndaðu þér þetta! HAHAHAHAHAHAHA!" svo á leiðinni heim er flugvélin þeirra að hrapa og eini sem getur bjargað þeim er ég og hugarflug mitt... Þá munu þau sjá eftir þessu, ójá, þau munu sjá eftir þessu.

OK... þetta er nóg

Binni var þar
Dóni gerði það

5 Comments:

Blogger Eiður said...

Mannstu eftir broskallinum sem er með tvö stór hissa augu? sá kall er viðeigandi hér.

2:17 PM  
Blogger Eiður said...

btw það er enginn búinn að taka eftir þessari síðu þannig að linkurinn stendur.

2:18 PM  
Blogger Kristinn said...

Er þetta ekki frábært? Ég skildi eftir komment alls staðar og engin tók eftir því... Ég held að ég geri það að tradition, hvert sinn sem ég skrifa þá skil ég eftir skilaboð

12:38 PM  
Blogger Heiðar Ingvi said...

Þú ert nú meiri flipparinn:)

5:38 PM  
Blogger Eiður said...

Einn búinn að taka eftir. Það er ekki mér að kenna sko.

2:23 PM  

Post a Comment

<< Home